Ágúst Böðvarsson

Ég, Gústi Bé eða Ágúst Böðvarsson er (árg. ´71) Akureyringur sem er hamingjusamlega kvæntur Önnu Valdísi Guðmundsdóttur, faðir Rebekku Rósar. Við búum öll upp á fjöllum í Reykjavík (Rvk), nánar tiltekið í Grafarholtinu. Ég er reyndar fæddur í Rvk og bjó þar í c.a. eitt ár og fluttist svo norður yfir heiðar og ólst upp á Akureyri (Ak) eftir það, utan við tvö ár á Hjalteyri (lítið sjávarpláss c.a 15 mín. akstur norður frá Ak.). Annars tel ég mig vera Akureyring mikinn og er stoltur af því þó svo að maður hafi óvart ratað suður yfir heiðar með búslóðina sína. En svona er þetta bara hjá meðal-jóni eins og mér... Ef maður nennir ekki að verslast upp í málningarverksmiðju á Ak. til æviloka (1988-2001 með stuttum hléum þó), þá neyðist maður til að flytjast búferlum og fá sér vinnu sem ruslakarl í Rvk. ;o) og vinna í stúdíóinu þegar ekki er verið að sinna konu og barni sem er nú yndislegt líka. Ég er tónlistarmaður sem starfa sem ruslakall (sorptæknir ;o). Ég sem sagt er frístunda-tónlistarmaður og kalla mig tónlistarmann vegna þessa gargandi áhuga sem ég hef á að hlusta, semja, spila, syngja, útsetja og taka upp tónlist í heimastúdíóinu mínu með Cubase-inum mínum.Ég spilaði einu sinni í danshljómsveitinni Kredit árin 1991-93 á pöbbum á Ak. og Rvk, og hinum og þessum sveitaböllum en hætti því til að fara að spila fyrir Jesú, fyrst í KFUMogKFUK á Ak. og svo í Hvítasunnukirkjunni á Ak. og Rvk. og er enn að spila og semja fyrir Jesú.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Ágúst Böðvarsson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband