Er ég kalla á Jesú

Ég er bara - ein mannvera
Ósköp einföld - ein og sér
Aldrei gengið - á vatni fengið
Aldrei hamið - vindinn hef

Stundum ég læðist á braut
svo ég sjái ekki heiminn
líkt og barn sem í myrkri oft er hrætt.

En er ég kalla á Jesú allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú fjöllin þau færa sig
því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig

La-la-la  La-la-la  La-la-la

Þreytti bróðir - brotna dóttir
Þú sem ert að syrgja - ert ekki ein(n)

Kannski þreyttur og sár er þú horfir á heiminn
og sú von sem þú áttir farin er...

 ...En er þú kallar, Jesús - Allt er þér mögulegt
Og þú munt fljúga upp á vængjum sem örn
Er þú kallar Jesús - Fjöllin þau færa  sig
Því Hann mun jörðina´ og himinn færa úr stað fyrir þig

Leita Hans að morgni
Leita Hans að degi
Leita á kvöldin Hann er þar
Ef hjarta þitt er brotið
Og þú ert niðurdreginn
Mundu hvað hann sagði
Hann er þar, Allsstaðar

En er ég kalla á Jesú  -  Allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Jesú  -   Fjöllin þau færa sig
Því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig

La-la-la  La-la-la  La-la-la

("Call On Jesus": © 2001Nicole C Mullen - Ísl. texti: Ágúst Böðvarsson)


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nokkuð 5 ára?

En er ég kalla á Batman  -  Allt er mér mögulegt
Og ég mun fljúga upp á vængjum sem örn
Er ég kalla á Batman  -   Fjöllin þau færa sig
Því Hann mun jörðina´og himinn færa úr stað fyrir mig

doctore (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 10:47

2 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Bein þýðing.

Ágúst Böðvarsson, 29.4.2011 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband