"Darkness on the Edge of Town"

Ég er orðinn einkar hrifinn af og leitast við að eignast geisladiska í vinilformi, þ.e. hulstrið er nákvæm mini eftirlíking af vinilplötuhulstrinu.

Reyndar er ég ekki kominn langt í þessari iðju minni þar sem peningar vaxa ekki á trjánum en er samt kominn með a.m.k. þrjá titla með Bruce Springsteen og einn með TOTO (IV).

Með Springsteen á ég nú þegar "Born in the USA" (1984) og "Born to Run" (1975) og svo nú síðast var ég að eignast "Darkness on the Edge of Town" (1978).

Af Springsteen verkunum fyrrnefndu ólöstuðum, sem bæði bera orðið "Born" í titli sínum, er "Drakness" alls ekki síðri. Sá hana á Perlumarkaðinum og þá rifjaðist upp fyrir mér að hún er snilld og verslaði mér eintak.

Það er svo þægilegur hljómur í 70´s upptökum og þá sérstaklega finnst mér gaman að hlusta hljóminn í trommunum og bassanum. Eitthvað hlýlegt við það. Og svo er ekki ekki búið að laga upptökurnar í tætlur eins og tíðkast nú til dags.

Svo náttúrulega á maður eitthvað af verkum hans á venjulegu CD formi, s.s. meistaraverkið "The River", "Live 1975 - 85" ofl.

Gaurinn er líka snillingur í semja lög. Hann er enn að. Nú er reyndar stefnt að því að eignast nýjustu afurðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband