Heavenly Hug: Nýtt lag í spilaranum

Hæ, hæ! langt síðan síðast.

Var að uppfæra spilarann með nýju lagi sem var bara að klárast og er að detta í spilun á Lindinni fm 102,9.

Lagið er sungið af Lilju Birgisdóttur sem einnig samdi textann.
Í ferð til Svíaríkis síðla árs 2007, eða öllu heldur á leið heim úr téðri ferð nánar tiltekið í Kaupmannahöfn Danaveldis sýndi Lilja mér þennan texta með það í huga að ég gæti kannski mögulega gert lag við hann. Ekki mörgum hálftímum seinna var lagið tilbúið sem demó, tekið upp inni á herbergi, þar sem ég gisti þessa nótt, í pukri við tölvuna og það með innbyggðum hljóðnema á tölvunni í mjög svo vafasömum gæðum. Enginn fékk að heyra, nema náttúrulega hún Lilja.
Lagið var greynilega nokkurn tíma að velkjast um hjá okkur þar sem nú, þegar þetta er ritað, er langt gengið á 2009.
Lagið er búið að máta nokkrar tilraunaútsetningar mjög svo misgóðar, en þessi gerði lukku hjá okkur báðum og erum við nokkuð stolt af laginu eins og það hljómar núna.

Lilja gerðist mjög frökk að prófa að syngja það sjálf, þar sem hún hafði ekki mikið fengist við þá grein í lífinu. En nú verður vonandi breyting þar á, þar sem hún getur þetta stúlkan og gerir vel.

Semsagt:

Texti: Lilja Birgisdóttir
Lag: Ágúst Böðvarsson

Söngur: Lilja
Hljóðfæraleikur og raddir: Ágúst
Upptökustjórn: Ágúst
Hljóðblöndun: Ágúst og Lilja
Mastering: Ágúst

Upptökur og hljóðblöndun fóru fram hjá Hljóðafli með kærum þökkum til Lindarinnar og Samhjálpar.
Tekið upp og hljóðblandað á Cubase 5
Masterað í Wavelab 4 Minn Wavelab er reyndar orðinn nokkuð aldraður en setti inn tengil fyrir Wavelab 6 samt sem er örugglega ennþá sniðugra forrit en fjarkinn

Með von um að þið njótið vel.

Ágúst Böðvarsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband