Búinn með ökutímana...

Var í síðasta ökutímanum í dag og fer svo í prófið sjálft á miðvikudag. Ef ég næ því, þá verð ég orðinn hæfur til vörubílaaksturs.

Svo er upptaka hjá mér sama kvöld. Einn félagi minn er með útskriftartónleika í kirkju einni og vill endilega hljóðrita afrekið. Ekki málið, ég mæti með græjurnar og tek upp.

Svo er það fimmtudagurinn sá 27. Er eitthvað sérstakt um að vera þá? Æi mér finnst eins og það sé eitthvað. Man ekki hvað það er. Glottandi Jú, alveg rétt. Er að spila í Samhjálp um kvöldið. Síðasta samkoman á gamla staðnum og svo verður víst lagt í flutninga upp í Stangarhyl og samkomurnar verða svo eftirleiðis þar.


Keyra stórt

Er búinn að vera að keyra í ökutímum undanfarið og á ekki eftir nema eitt skipti í akstri og svo ökuprófið sjálft sem verður á  miðvikudaginn og þar með (ef ég næ prófinu) verð ég löglegur ruslabílstjóri. Verð semsagt að leysa af í akstri í sumar á ruslabílunum. Það verður áhugavert. Miklar ökuleiknisæfingar að bakka og troðast á ruslabíl í hinum ótrúlegustu aðstæðum. Hlakka til að fást við eitthvað nýtt. Er eitthvað byrjaður að úldna yfir tunnudrættinumÓákveðinn . En samt eru nú launin og vinnutíminn samt þannig að maður tímir ekki að leita sér að annari vinnu, eða þannig. Ég reyndar fór í vetur á stúfana og skoðaði nokkrar vinnur og hvergi finn ég betri laun fyrir verkamannavinnu heldur en í ruslinu. Svo líka hittir maður einstaka hresst fólk og líka kemst maður að því að fólk er svo sannarlega misjafnlega vel upplagt á daginn. Annaðhvort erum við ruslakallarnir hinir mestu öðlingar eða bara fíbbl, assnar og hálfvitar... eða það mætti halda það stundum miðað við viðbrögð fólks, sem heldur að það geti bara komið með 2-3 stóra ruslapoka og grítt þeim aftan í bílinn eða þá að við skulum ekki bara taka með okkur ruslahauginn sem er í kringum tunnuna sem reyndar er stundum ekkert grín að finna í öllu draslinu..., soldið ýkt reyndar, en við bara förum eftir þem reglum sem okkur eru settar. Og okkar fyrirtæki þarf að borga dáldinn slatta fyrir hvert kíló sem keyrt er yfir vigtina í Sorpu.Gráta Sorrí, gleymdi mér... Mér hitnar stundum í hamsi þegar þetta ber á góma, en það finnst sumum þetta skrítið.

Ég var að bíða eftir strætó, hér á holtinu (Grafar) um daginn, sem ekki er í frásögu færandi, nema að þegar vagninn kom, hann semsagt kemur fyrst fram hjá minni stöð og fer svo yfir í hinn endann á holtinu og snýr við og tekur pásu og kemur svo aftur fram hjá minni stöð. Allt í lagi, nema ég stökk yfir götuna og ætlaði að fá að sitja í vagninum gegnum holtið og aftur til baka í stðinn fyrir að hanga úti í kuldanum og þar sem ég hleyp yfir götuna og lít á bílstjórann sé ég hvar hann hristir hausin yfir mér og stoppar þó og það bara til þess að tilkynna mér það að ég meigi ekki vera í vagninum inneftir og til baka. Það eru reglur sem hann þarf að fara eftir. OK, mér fannst þetta asnalegt og fór svo bara aftur til baka á stöðina hinum megin og hélt áfram að bíða eftir strætó, sama vagninum, sem myndi koma aftur. Ég var næstum farinn að undra mig og segja eitthvað við vagnstjórann, en fattaði svo að, sennilega væri þetta jafn asnalegt fyrir mér eins og reglurnar sem ég þarf að fara eftir í minni vinnu. Þær eru skrítnar fyrir fólki sem skilur ekki hvað ég er að fara þegar ég segi því að við tökum bara tunnurnar, ekkert umfram. Sorrí.

Var ekki gaman að lesa. Ég er allavegana að verða búinn í meiraprófinu.Svalur


Sennilega mun ég búa hér takk fyrir.

Mér líst nokkuð vel á þetta svæði.

Kemur í ljós seinna.


Síðasta prófið (bóklega)

Var í síðast bóklega prófinu í dag í hádeginu og veit ekki hvernig mér gekk. Mér fannst mér ekki ganga neitt sérstaklega vel en er búinn að leggja þetta í hendur Guðs að þetta fari nú vel. Verði Hans vilji.

En ég er allavega byrjaður að keyra vörubílinn. Búinn að fara einu í aksturinn og á næsta skipti á morgun kl 16:00. Svo kemur í ljós hvenær ég get farið eftir það að keyra. Fer norður á föstudag  og verð fram á mánudag og reyni svo kannski eftir helgi að fá tíma í akstri.


Náði prófinu

00000000000

Var semsagt í svokölluðu ÖR-prófi í morgun kl. 9:00

Já og náði því með aðeins 3 villum þar sem ég mátti bara gera 9 villur, þá er þetta bara nokkuð góður árangur.

Prófið var í tveim hlutum, annarsvegar almennar umferðarreglur, sem ég skilaði villulausu og svo það sem ég er búinn að vera að læra um "Umferð og samfélag", "Umferðarsálfræði" og "Bifreiðatækni I" sem ég skilaði með 3 villum. Gaman að þessu.

Svo er eftir skólapróf í næstu viku úr námsefninu "Stjórnun  stórra ökutækja" og "Bifreiðatækni II". Það verður gaman að reyna að muna allar reglur um öxulþunga og heildarþunga. Ef bíllinn er þetta mörg tonn, þá má hann bera visst mörg tonn. Þyngdin má samt ekki lenda hvar sem er á pallinum. Það verður að dreifa þyngdinni þannig að hver öxull beri bara visst mikið og já..... áhugavert ekki satt. 0 ....

Í kvöld lærðum við um lofthemlakerfi undir stórum bílum og mun á bensín og dísilvélum og á morgunn heldur gamanið áfram. En á morgun er síðasti dagurinn sem ég þarf að sitja í kennslustofunni að prófinu undanskildu. Svo er bara að koma sér í samband við ökukennarann og byrja að keyra.


Er á fullu í meiraprófinu.

Var fyrir viku í prófi sem ég kveið alveg svakalega og gekk nógu vel til þess að ég náði því. Í fyrramálið um kl. 9:00 fer ég svo í annað próf og verð að ná því svo að ég megi byrja að fara í ökutíma, sem mér skilst að séu ekki nema 12 talsins.

Síðustu 3 helgar hafa farið í þetta bóklega.

                                                   Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag
                                                   Föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag
                                                   Föstudag, laugardag, sunnudag
           og svo núna um helgina  -  Föstudag og laugardag.

Svo er bara að vona ég byrji strax eftir helgi að læra verklega, þ.e. að setjast í fyrsta sinn undir stýri á vörubíl. 0 Hver veit.

Besta að koma sér að námi... 0


Ef þú mystir af kompási...

Já ég er orðinn frægur... nei eða þannig...Kompás síðasta sunnudag var fullur af myndum og viðtölum við mig og mína félaga í ruslinu. Við áttum langan tíma í þættinum.

Við reyndar högum orðið varir við viðbrögð út af þættinum á vissum stöðum sem eru svona fastir liðir í rútínu dagsins, s.s. ein sjoppan sem við förum stundum í. Afgreiðslufólkið er farið að kannast við okkur. ,,Nei, eru þetta ekki sjónvarpskallarnir mínir" sagði einn í morgun þegar við mættum í sjoppuna. Einnig ein kona sem er nýbyrjuða að vinna á stórhöfðanum, þar sem kaffistofan okkar er og hefur aldrei séð ástæðu til að spjalla við okkur, kom og gaf sig á tal við okkur eftir þáttinn.

Gaman að þessu.

Fyrir ykkur sem misstuð af þessu, þá er hægt að smella hér fyrir ofan á VefTV og velja ,,NFS" til vinstri og svo ,,Kompás 19 mars" og svo loks linkinn ,,í rusli"

Annars er ég á kafi í bóknámi þessa dagana út af meiraprófsnáminu og hef takmarkaðann tíma til að blogga. Einnig er ég að reyna að sinna kúnna og kúnnum í stúdíóinu og fleira. Margt að gera á stóru heimili.


Er að verða sjónvarpsstjarna...

Já, ég og mínir félagar í sorpinhreinsuninni erum að verða frægir. Í gær (fimmtudag) fylgdu okkur eins og skugginn tveir ágætir menn frá NFS fréttastöðinni. Þeir mynduðu okkur í bak og fyrir og tóku við okkur viðtöl um hitt og þetta.

Þannig að þeir sem hafa áhuga á þessu geta kíkt á Kompás næsta sunnudagskvöld strax á eftir fréttum á Stöð 2 og NFS. Svo verðum við með fréttamannafund og veitum eiginhandaráritanir á Hótel..... nei annars....0

Svo er minn að byrja í kvöld á meiraprófsnámskeiði og mun það halda mér upptekknum þessa helgi og næst þrjár þar á eftir. Hver veit, kannski verð ég farinn að keyra sorpbifreið í framtíðinni. Kemur í ljós síðar. 0


Annars er það helst að frétta...

Var að taka upp um helgina alveg ágæta hljómsveit sem spilar rokk og ról. Þetta voru bara DEMO en samt mjög skemmtilegt verkefni. Og útkoman er bara alveg þokkalegt DEMO.

Einnig skelltum við Anna okkur í áhugamannaleikhúsið í Mosó á laugardagskvöldið. Þar sáum við alveg stórskemmtilega sýningu sem heitir "Í beinni". Þetta er einskonar "Jay Leno" þáttur en samt ekki nákvæmlega þannig. Það er margt sem gerist á bakvið tjöldin á einni slíkri kvöldstund eins og hjá Leno.

Endilega skellið ykkur á þetta.

Svo í TTT á skaganum fyrir viku datt nokkrum hnátum í hug að klambra saman texta um starfið sem ég svo myndi gera lag við. Textinn varð til þarna á c.a. einum klukkutíma hjá þeim og lagið hjá mér svo skömmu seinna. Ég glamraði svo lagið inn á hljóðupptöku í gemsanum mínum og brenndi svo  í bæinn. Ekki var nú tíminn mikill til að ganga frá hlutunum fyrr en í gær og þá líka með trompi. Ég tók lagið upp og útsetti sem einskonar dans hip-hop með rokk gítar. Smellti mér síðan í 80´s 12" gírinn og útsetti lagið í 3 mismunandi löngum útsetningum og brenndi svo... ehem... já, á disk.

Svo þegar ég mætti á Akranesið í kvöld, spenntur að leyfa textahöfundum að heyra afraksturinn, þá bara lágu þær allar í flensu og komust ekki á fundinn. En þau sem komu á fundinn og hlýddu á lagið voru stórhrifin og ákváðu að reyna að setja saman dans við lagið góða.

Útkomuna af því fáum við Halldór svo að sjá næst.

Svo eru mæðgurnar mínar komnar á lyf. Báðar með einhvern kvefskít. Anna reyndar með Streptukokka... Nú erum við í góðum málum, komin með kokka á heimilið og ekkert þjónustugjald. Bara fíritt að ét.... nei... ekki þannig kokkar. Nú jæja. Við lifum nú samt alveg á okkar eldamennsku hér svo sem, þó við séum ekki lærðir kokkar. Anna mín er reyndar alveg fínn kokkur og við Rebekka erum nokkuð sátt við matinn hennar. Og ekki hefur mér tekist að drepa neinn þegar ég er að reyna myndast við að setja saman einhverja máltíð.

Svo er dagmamman okkar búin að vera veik í c.a. viku og enn með 39° hita. Já ég var heima eftir klukkan tíu í dag og verð sennilega heima allan daginn á morgun með litla stýrið okkar. Þannig að ég var ekkert að öfunda félaga mína í ruslinu í dag þegar stormurinn skall á með svona líka yndælisskúrum.

Jæja, ætli þetta heiti ekki mánaðarskammtur af bloggi hjá mér, allavega miðað við hversu vel hefur gengið að blogga undanfarið. Reyni samt að bæta mig og blogga oftar.


Svo er það...

Mastermind!!

Ég prófaði Mastermind í fyrsta sinn með unglingunum á Akranesi (ég fer þangað með Halldóri Lár á mánudögum til að halda TTT og unglingafundi) og viti menn... Það er eitt af þessu sem ég er dottinn í, en ekki samt af sama krafti og SuDoku. En það er magnað. Fann slóð inn á Mastermind  leik sem hægt er að spila ON-LINE og slóðin er http://www.irt.org/games/js/mind/index.htm?b=8&t=8&c=5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband