Nýr ,,prins" Ágústsson fæddur

Okkur hjónum hlotnaðist sá heiður þann 16. janúar 2010 kl. 09:18 að eignast lítinn prins.

Hann kom í heiminn alveg steinþegjandi og hljóðalaust og voru allir á nálum í smástund hvort ekki væri allt í lagi með gaurinn. Svo kom í ljós eftir skoðun læknis að gaurinn er bara svona hæglátur og rólegur eins og pabbinn.

dsc01417.jpg

 Hann opnaði augun strax og bræddi öll hjörtun á staðnum, sem urðu, og eru enn yfir sig hrifin af drengnum. Það er allt eitthvað svo dúllulegt og elskulegt núna.

Barnið kom í heiminn á SHA (sjúkrahúsið og heislugæslustöðin á Akranesi) og bætist þar við einn Akurnesingurinn í föðættina hans. Langafi hans (Björgvin Jörgensson) fæddist og ólst upp á Akranesi og föðurbróðir drengsins er einnig fæddur og uppalinn þar.

Fæðingardeildin á SHA er eins og 5 stjörnu hótel og hér eru allir í góðu yfirlæti. Öllum heilsast vel og drengurinn drekkur, sefur og kúkar til skiptis

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt og hamingjuóskir með prinsinn

Sigrún Óskars, 17.1.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband