Orðinn afleysingabílstjóri í sorphreinsunardeild Umhverfissviðs

Gaman af því.

 Semsagt, þá er ég búinn að vera að keyra ruslabíl frá og með síðasta miðvikudegi. Ég er soldið að fíla þetta, nema þegar ég hiksta á gírunum. Ég á það til að ruglast svo svakalega í gírunum, enda eru um 8 gíra að ræða (og sumir bílar með 10 stk.) og ekki alveg það sem maður er beint vanur. Það er spurning um að muna hvort takkinn fyrir háa og lága kassann á að vera uppi eða niðri. Ruglast soldið á því og þá missir maður niður ferðina og þarf að byrja upp á nýtt að vinna sig upp gírahrúguna. Þetta eru nú vonandi bara byrjunarörðuleikar. Þetta hlýtur að koma með tímanum.

Það reynir ekki bara á kunnáttuna að keyra stóran bíl, heldur er ég líka flokkstjóri á meðan ég er að keyra og ræð ferðinni þar með algerlega meðan á vinnunni stendur (en þarf náttúrulega að lúta mínum verkstjórum). En þetta er nokkur áskorun að takast á við og hef ég kviðið því soldið að takast á við slíka ábyrgð, en ákvað að láta til skarar skríða vegna þess að mér finnst að ég þurfi að vinna í sjálfum mér, þ.e. að takast á við hræðslu gangvart ábyrgð. Hef alltaf verið hræddur við alla ábyrgð og reynt stundum að skolast undan ef um mikla ábyrgð er að ræða.

Ég samt hlakka til að fara í vinnuna á morgunn og halda áfram að taka sjálfan mig í gegn og leyfa kannski Guði að hjálpa mér í þessum hlutum. Það er svo sannarlega kominn tími til að gera eitthvað í þessu.

Svo er Rebekka Rós komin með lungnabólgu eina ferðina enn. Við erum ekki alveg að fíla þetta, en það vonandi rjátlast af henni með tímanum. Hún svaf ekki mikið síðust tvær nætur og reyndar við ekki heldur, þó svo að mér hafi tekist að sofa heldur meira. En svo er bara að vona að þett lagist.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er aldeilis dugnaður í mönnum:) til hamingju með áfangann!

vi ses pa mandag, ikke? bið að heilsa 912;)

Eva Dögg (IP-tala skráð) 9.5.2006 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband