12.5.2006 | 23:21
Þetta er allt að koma...
Já, ég er nú að sjóast soldið í þessum gírkössum á stóru bílunum. Þeir eru búnir að flækjast soldið í höndunum á mér, en nú er þetta að koma held ég.
Ég heyri ekkert annað en jákvæðar raddir um mig sem ruslabílstjóra. Það var sagt beint við mig að ég væri ,,bara nokkuð öruggur" s.s. bílstjóri. Svo var ég líka að heyra í dag að það væri betra að hafa mig en sem bílstjóra heldur en einn annan sem er búinn að keyra í afleysingum frá því að ég byrjaði í ruslinu og eitthvað lengur en það.
Þannig að ég er bara nokkuð brattur og er að fíla þetta. Þó það rigni, þá er ég bara inni í bíl og hef það fínt. Æi, það er ágætt. Svo horfir maður bar til vetrarins með öllum þeim skrítnu veðrum sem þá verða og ég úti að trilla. Ég verð náttúrulega ekki að keyra á hverjum degi í vetur, þannig að ég verð örugglega aftur úti að vinna í rigningu og allskonar vondum veðrum þegar þara að kemur... en, ekki hugsa um það núna. Þetta er fínt í augnablikinu.
Svo fer skólafólkið að detta inn í sumarvinnuna og þá kynnist maður örugglega fullt af fínu liði.
Svo fór ég og náði loksins í nýja ökuskírteinið í dag. Það var ekki til fyrr en 10. og ég fékk loksins tíma í dag til sækja það. Búinn að vera með einhvern pappírspésa í vasanum sem kallast bráðabyrgðaakstursheimild. Nú er þetta loksins alvöru.
Svo fór Rebekka til dagmömmunnar í dag í fyrsta skipti síðan einhverntímann í síðustu viku. Við erum loksins farin að treysta henni út að ráði eftir lungnabólguna. Hún var ekki að fíla að þurfa að horfa á rólurnar og rennibrautina og hina krakkana í garðinum út um gluggann. Vildi helst fara sjálf út að renna og róla.
Svo er Anna að taka síðasta prófið í skólanum á morgunn (laugardag) og þá má hún útskrifast. Svo kemst Rebekka á leikskóla í haust þannig að hlutirnir eru aldeilis að taka breytingum hjá okkur á þessu ári. Ég kominn með hærri laun, Anna búin í skóla og Rebekka fer á leikskóla hinum megin við götuna í staðinn fyrir að þurfa að keyra hana alla daga alla leið niður á Háaleitisbraut í pössun. Dágóður spotti daglega að fara með hana og sækja, svo ég tali nú ekki um bensíneyðsluna sem því hefur fylgt.
Jæja, gott í bili...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.