14.5.2006 | 22:48
Þegar lugnabólgan fer tekur annað við...
Rebekka rós okkar yndislega dóttir er orðin góð af lungnabólgunni, en..... já, en.... Hún ældi hér allt út í kvöld. Hún var reyndar búin að vera mjög ónóg sjálfri sér í dag og í kvöldmatnum mjög svo óróleg. En svo þegar hún er búin að vera sofandi í c.a. hálftíma þá vaknaði hún og gusaði yfir rúmið sitt og svo góða klessu á ganginn þegar mamma hennar var að koma með hana fram. Þannig að hér er búið að vera stuð í kvöld.
Hún er reyndar búin að vera að taka eitthvert óþverra lyf út af þessari lungnabólgu, sem við höfum annaðhvort þurft að múta henni til að taka eða hreinlega neyða ofan í hana og hún kúgast og lætur öllum illum látum. Hvað á maður að gera. Læknirinn segir að þetta sé henni fyrir bestu. Við höldum kannski að hún sé að æla út af lyfinu. Hún ældi líka mjög snemma eftir að hún byrjaði á þessum óþverra fyrst. Þannig að kannski er þetta bara svona, að lyfið er þessi óþverri. Maður tekur út fyrir að þurfa að pína barnið sitt til að taka inn eitthvað sem er ógeðslegt á bragðið og svo kemur þetta bara til baka fyrir rest.
Svo er það það ný og spennandi vinnuvika... já, spennandi. Ég er alveg að fíla það að sitja undir stýri á stórum trukki alveg allan daginn. Þannig að ég svona hlakka eiginlega til að fara í vinnuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.