15.5.2006 | 22:01
Leggið löglega... annars kem ég á ruslabílnum og...
Jæja, þar kom að því...
Já, mér tókst að rekast utan í á trukknum.
Það var reyndar ekki nema brettakantur á gömlum patrol jeppa sem brákaðist.
Þannig var að, þegar ég ók inn í ákveðna götu hér í bæ, þá féllust mér næstum því hendur þegar ég sá að tveimur bílum, Patrol jeppia mín megin og svo meðalstórum fólksbíl hinum megin sem sneri öfugt í götunni , og var lagt sitt hvoru megin við götuna og frekar þröngt á milli og virtist jafnvel þröngt fyrir meðal fólksbíl. En ég varð nú að vera svalur og ákvað að læðast þarna á milli, það er nefninlega spegill framan á bílnum sem sýnir mér niður eftir hægra framhorni bílsins, og með hans hjálp tókst mér að laumast þarna á milli án þess að rekast utan í. En þegar ég var að fara til baka út úr götunni þá gerðist það.
Þegar ég kom aftur að þessum stað hugsaði ég með mér, ,,ef ég fer nú nógu nálægt jeppanum þá rekst ég ekki í fólksbílinn". Þá heyrðist allt í einu brak mikið og einn úr flokknum stoppaði mig af með skelfingarsvip. Ég þorði varla að líta niður, en samt, ég varð. Og viti menn... þarna hafði mér tekist að nudda hressilega í brettakanntinn á jeppanum sem einmitt lét á sjá. Það var því úr þessu smá skírslugerð með eiganda bílsins. En ekki mikið mál. Það gekk nokkuð vel og svo gekk dagurinn sinn vanagang eftir það.
En ég segi nú bara að þetta er bara til að safna í reynslubankann, sem reyndar nýttist mér aftur tveimur götum neðar. Þar var svipað uppi á teningnum. Þar sem mér rétt tókst að smjúga á milli án skemmda.
Og svo er bara að sleppa því að rekast utan í framvegis.
OG HVAÐ ER FÓLK AÐ LEGGJA ASNALEG.
Ef þú villt vera viss um að bíllinn þinn og nágrannans verði í lagi eftir að ég er búinn að vera nálægt þeim, og það á ruslabílnum, þá skaltu leggja löglega.
Athugasemdir
Úff hvar vinnur þú í bænum ???' bara til að vera viss hvar ég þarf að vera löglegur kveðja árni hill :-)
árni hill (IP-tala skráð) 29.5.2006 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.