25.2.2007 | 12:37
Flensa ofl.
Hér er flensa hjá mæðgunum mínum. Stelpan er reyndar að braggast. Hún er búin að liggja (eins langt eins og það nær með Rebekku) síðan á öskudaginn. Þá kom símtalið sem maður vill ekki fá frá leikskólanum.
Svo lagðist Anna á Föstudaginn og er enn að drepast úr beinverkjum o.þ.h.
Ég aftur á móti er þernan sem sinni heimilisfólkinu eftir bestu getu og stend og sit eftir því sem mér er sagt. Lifi í kvennaríki.
Ég er ekki veikur (Í JESÚ NAFNI) og hef það að öðru leiti fínt.
Svo reyndar var ég að fá nýtt húsnæði fyrir hljóðverið mitt. Með fullri virðingu fyrir Samhjálp og öllu sem þar hefur verið gert fyrir mig, þá var þetta ekki að ganga. Salurinn of oft upptekinn til að ég kæmist í Hljóðverið mitt þegar mér hentar. Allavega fer ég sáttur og hlakka til að byrja að vinna í Hljóðverinu mínu á nýjum stað, strax og flensan gengur yfir hér heima.
Svo hvet ég ykkur til að skoða hljóðverssíðuna mína. Var að breyta henni dáldið mikið. Þ'u getur skoðað allt um Hljóðafl hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.