24.5.2006 | 21:27
Bara til að vera með...
Var að koma heim af tónleikum á Hjálpræðishernum þar sem ég var að spila á alveg frábærum gospeltónleikum. OK, sándið var kannski ekki það besta sem gerist, en krakkarnir sem voru að syngja geisluðu af gleði. Ég datt inn í þetta alveg óvart. Björn Tómas, sem stýrir þessu vissi að ég kunni eitthvað fyrir mér á bassann og vildi endilega fá mig með. Sjálfsagt mál. Ég hélt reyndar að þetta yrði eitthvað stærra dæmi fyrst en svo var þetta bara svona lítið og kósí og allir geislandi af gleði og lífi.
Þetta voru ekki nema 5-6 söngvarar og svo kom hún Miriam hin eina sanna og söng eitt lag sem gestasöngvari og hljómsveitin (ég á bassa og Björn Tómas á píanó) var bara fín og söngvararnir stóðu sig með eintakri príði og svo var að sjálfsögðu klappað upp í lokin.
Annars gengur lífið bara sinn vanalega gang. Það gengur vel í vinnunni. Ekki er ég búinn að keyra á neitt fleira heldur en þennan bíl þarna um daginn, sem áður hefur verið nefnt hér á síðunni. Og vona ég bara að ég ekki verði fleiri bílar straujaðir af mínum völdum. OK, það þurfti aðeins að strauja brettið á jeppanum... nei, nei, það þurfti ekkert. En þetta var bara gott í reynslubankann.
Það er svo gaman að keyra að ég hreinlega hlakka til að fara í vinnuna. Loksins finnst mér gaman í vinnunni. Svo er maður líka soldið kúl á stórum bíl
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.