Roger Waters ofl.

Ég ætla að skella mér á Roger Waters tónleikana í Egilshöll og hlakka nokkuð til. Fyrir nörgum árum sá ég beina útsendingu í sjónvarpinu af tónleikum RW við hrun berlínarmúrsins fræga, þar sem RW flutti ásamt mörgum tónlistarmönnum, verkið "The Wall" í fullri lengd. Þetta var eitthvað fyrir mig. Alla tíð síðan hef ég fílað lögin úr "the Wall" og þótt tónlist Pink Floyd áhugaverð. Einhverra hluta vegna hef ég samt ekki kynnt mér nógu vel annað efni eftir þessa snillinga, en heyrt eitt og eitt lag, eins og "Money", "Wish you were here" og "Shine on you crazy diamond" ofl.

En alla vega, ég hlakka mikið til og er að reyna að sanka að  mér efni til að hita upp.

Svo erum við hér að hlakka til Noregsferðarinnar okkar í júlí. Það verður gaman að sjá hvað konan mín er alltaf að tala um. Hún bjó í Noregi í 2 ár og vill endilega sýna mér Osló og flest allt þar í kring. ég hlakka mikið til.

Eitt að lokum.

Þar sem ég var hjá honum Árna vini mínum og bassahetju að fá lánað efni til að hita upp fyrir RW, þá leyfði hann mér að heyra lag em þeir félagar í hljómsveitinni hans "Jack London" voru að gera. Þetta lag er alveg magnað og ég mæli með því að þið kíkkið á slóðina http://www.myspace.com/thejacklondon . Þar er finna þetta lag og margt fleira um bandið. Njótið vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband