Gott í bili.

Hættur að Myndbrotast í bili. Meira síðar en...

...gaman að geta þess að ég var í kveld að fjárfesta í miða á tónleika hljómsveitarinnar TOTO sem einmitt hljómar í eyrum mér þessa stundina.

Var ekki mikill TOTO maður, en eftir að ég heyrði að þeir (eða þau, skilst að það sé kona í bandinu) væru að koma á klakann og mágkona mín og eiginmaður ætla að smella sér, þá ákvað ég að skoða bandið nánar. Nú semsagt á ég tvær safnplötur með TOTO og auðvitað man maður þá eftir öllum slögurunum. Keypti einnig DVD tónleika með þeim og sýnist þeir alveg kunna á hljóðfærin sín. Miðað við þessa DVD tónleika þá held ég að þetta verði hin mesta skemmtun.

Lög TOTO eru meðal annarra; "Africa", "Rosanna", "Pamela" og "Hold The Line".

Ég hlakka allavega til að sjá TOTO.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeð kann að vera nokkuð rétt ákvörðun, að breggða sér, þegar svona gott tækifæri gefst, og lít og heyra þá TOTO félaga.  þeir voru upphaflega allir session menn í Bandalíkjunum, eða það er að segja unnu í hljóðveri, og þannig kynntust þeir, og lögðu á ráðin um að stofna sitt eigið band , sem svo varð að TOTO. ég líklega rekst á þig í Júní, þann 16, ef ég man rétt. því ég Högni, mun hlíða á þann konsert sem þér eruð á  fara til að sækja. þetta verður bara frekar spennandi.  og gaman að sjá bloggið þitt. það er bara mjög flott hjá þér.    kær kveðja frá vini úr Eyjum.

Högni Hilmisson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 01:37

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

"Mágkona mín og eiginmaður" segir þú... þú ætlar sem sagt með mágkonu þinni og eiginmanni þínum, eða þá bróður þínum og konu hans... eða hvað?

Annars kemst ég líklega ekki á Tótó, þar sem ég held ég sé að spila í brúðkaupi. Vantar líka Porcaro á bassann, Sklar er reyndar í staðinn og hann er miklu betri og flottari kall.

Hvað eru þeir annars að gera með einhverja kerlingu í bandinu? Það er alkunn staðreynd að konur kunna ekki á hljóðfæri! Hlýtur að vera misskilningur.

Ingvar Valgeirsson, 15.4.2007 kl. 20:00

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eða systur kerlu þinnar og karli hennar, væntanlega... er það ekki líklegra?

Ingvar Valgeirsson, 15.4.2007 kl. 20:01

4 identicon

...mágkona mín og eiginmaður hennar... á þetta víst að vera.  Best að hafa þetta rétt svo að einfalda fólkið skilji þetta líka...

Gústi Bé (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband