15.4.2007 | 22:59
Aftur um myndbrotin...
Það kannski fór fyrir ofan garð og neðan þessi myndbrotahrúga sem ég smellti inn hér að neðan, en var samt að vona að einhverjir gamlir KFUM-arar myndu gleðjast og rifja upp gamlar skemmtilegar minningar er þeir sæju þetta. En set samt til upprifjunar hvers vegna...
Hér er ég til gamans að birta gömul myndbrot vikunnar svokölluð, sem sumir, alveg lokal, reyndar, kannst mjög vel við. Þetta eru myndir með athugasemdum sem fest voru uppi vikulega í KFUMogK á Akureyri fyrir mörgum árum. Var fyrir norðan á dögunum og fann þetta efni sem ég ætla að leyfa mér að setja hér af og til.
Þó svo að þetta heiti ,,Myndbrot vikunnar", þá er ekki víst að þau séu ,,vikunnar" hér á blogginu. Þau bara þekkjast í þröngum hópi sem ,,Myndbrot vikunnar" og verða í flokki sem heitir einmitt ,,MYNDBROT VIKUNNAR".
Skemmtið ykkur vel.
Athugasemdir
Þetta er fínt hjá þér Gústi. Þú hefur sem sagt verið að gramsa inn á skrifstofunni í Sunnuhlíð. Verið nokkuð heimakær þrátt fyrir að nokkuð sé liðið síðan þú varst þar fastagestur. Síðustu árin hafa unglingarnir í starfinu stundum gripið þessa möppu og spurt: Hvað er þetta? og ég hef reynt af veikum mætti að útskýra uppátækið "Myndbrot vikunnar" en þar sem höfundar texta voru á einhverjum efnum á þessum tíma (Hormón unglingsáranna) þá hefur mér reynst erfitt að fá unglingana til að fatta djókið. En gaman að sjá þetta svona ganga í endurnýjun lífdaga.
Jóhann Þorsteinsson, 16.4.2007 kl. 11:44
Takk fyrir kommentið
Gústi Bé (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.