16.6.2006 | 18:42
Loksins um Waters
Hef ekki haft tíma til að skrifa neitt um tónleikana með Roger Waters.
Þeir voru í einu orði sagt frábærir. Ljósasjóvið var mjög flott, eflaust hefur verið notað meira af ljósum hér á landi en þarna, en þetta var bara svo smekklegt og svo var stórt tjald fyrir ofan sviðið með videosýningum og effektum ofl, svo ég tali nú ekki um blysin og eldsúlurnar sem voru stundum notaðar. Ég man ekki í svipinn hvar í prógramminu en þar kom sprenging sem notuð var sem hljóðeffekt og ég fann hvernig gólfið nötraði undir fótunum á mér.
Snemma á tónleikunum tók ég eftir að einhverjir sneru sér við hrópuðu, "sjáiði"!!! Þá var þarna svífandi geimfari sem nálgaðist mjög hægt. Svo smá færðist hann fram hjá og lenti einhverstaðar til hliðar við sviðið.
Ég er mikill aðdáandi verksins "The Wall" og fór gæsahúð um mig þegar fyrstu tónar lagsins "In the Flesh" fóru af stað með trukki og svo kom "Mother" strax á eftir. Þá tóku við lög sem ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki vel og var hálf svekktur að ekki kæmi meira úr "The Wall". En ég gladdist þegar ég heyrði svo "Shine on You Crazy Diamond" og einhverju seinna "Wish You Were Here". Þetta var allt saman flott fyrir hlé, en þegar maður þekkir lögin misvel, þá auðvitað er maður misjafnlega stemmdur á meðan. En nú kom hléið og svo "Dark Side of the Moon" í heild sinni eftir hlé. Allt magnað. Að því loknu var klappað upp og látunum í áhorfendum linnti ekki fyrr en Waters og félagar mættu aftur á sviðið og við tók meira úr "The Wall", þ.á.m. "Another Brick in the Wall" og "Confortabely Numb" (kann ekki að spella þetta lag, en ég held að skiljist svona). Þannig að maður fór náttúrulega bara "þægilega dofinn" heim eða þannig.
Ég röllti að sjálfsögðu til og frá höll Egils, enda engin glóra að keyra þarna niður eftir og bíða svo í röð á leið heim í hálftíma 3 korter ef maður er 20 mínútur að labba heim í holtið.
Þetta var svona fljót yfirferð yfir þessa mögnuðu tónleikana.
Ég væri vís með næst þegar ég kaupi mér CD að það verði Pink Floyd diskur.
Athugasemdir
Það er til ansi nettur hljómleikadiskur (CD og DVD), In the Flesh. Tekinn upp á 2000 túrnum. Mæli með honum.
Villi Asgeirsson, 16.6.2006 kl. 19:08
Takk fyrir og tekið til greina. Væri vís með að reyna að nálgast hann og meira til.
Ágúst Böðvarsson, 17.6.2006 kl. 19:59
Tónlist Djövulsins. Miklu meira gaman á Zappa plays Zappa.
Ingvar Valgeirs (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.