26.6.2006 | 21:30
Ekki nógu duglegur
ÉG er nú ekkert að gera mig sem bloggari eða hvað...?
Það er nú bara það að maður nennir ekki orðið að kveikja á tölvunni.
Stúdíóið mitt er í millibils ástandi og bíður flutnings og á meðan finnst mér eins og ég komi engu í verk í stúdíóinu. Þannig að ég nenni varla að kveikja á tölvunni þegar mér líður þannig, og þegar ég geri það, þá endar það með því að ég fer að vafra um netið og útkoman sjaldnast gagnleg, eða þannig. Fór t.d. um daginn að leita mér að efni um "PINK FLOYD" sem var jú gagnlegt varðandi tónleikana með Roger Waters, en kom ekki að öðrum notum og þar af leiðandi skilur ekki mikið eftir sig.
Jú reyndar gerði ég eina auglýsingu til spilunar á Lindinni samkvæmt beiðni ákveðins aðila. Þannig að maður er ekki alveg aðgerðalaus, en næstum því.
Svo er maður kominn í sumarfrí frá og með deginum í dag og erum aðallega að bíða eftir að skreppa til NORGE.
Annars er lítið að frétta, nema að fröken Rebekka Rós er nú hinn mesti gleði gjafi. Hún t.d áðan var ný komin í náttfötin þegar hún klæddi sig í strigaskóna sína, úlpu og húfu og kvaddi okkur og sagðist vera farin að kaupa bensín. Veit ekki á hvað. Það væri jú gaman að senda hana á bílnum... þ.e. ef hún hefði bílpróf, og fá fyllingu á tankinn. En við urðum því miður að slúttu þeirri áætlun hjá henni og koma henni í rúmið, enda klukkan að nálgast 8 að kveldi.
Svo er bara að halda áfram að hanga í fríi og finna sér eithvað að gera
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.