Leiða lofgjörð oftar...

Var í kvöld að leiða lofgjörð í Samhjálp. Hljóp í skarðið fyrir hann Valda vin minn. Þetta var bara fínt og ég sáttur utan við einn mann sem fannst þetta byrja með einhverjum látum, náði ekki alveg hvað hann var að segja en hann var ekki alveg sáttur, en ég held að flestir aðrir hafi verið sáttir. Ég gerði þetta (eða Heilagur andi öllu heldur) á minn hátt. Byrjaði á svolitlu rokki og svo bætti smá kántrý fíling við. Svo var bara týpísk Gústa lofgjörð (að ég held) og mikil nærvera (allavega fannst mér það) Heilgs anda þegar á leið. Þetta sannar fyrir mér, að ég ætti að gera þetta oftar. Hver veit hvað verður. Ég er allavega með draum í maganum sem mig langar til að uppfylla. Hann er svona kannski í lofgjörðarstíl þessi draumur. Kem að því síðar. Leita Guðs með það þangað til.

Svo verð ég í Fíladelfíu á sunnudag ásamt lofgjörðarhópi Samhjálpar. Hlakka eiginlega soldið til að standa á sviðinu þar og leiða lofgjörðina þar. Það verður sennilega svipað og í kvöld.

Svo vil ég endilega minna á nýja Hljóðafls vefinn (Hljóðverið mitt).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver var að hvarta.............

Bjössi (IP-tala skráð) 4.7.2006 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband