7.6.2007 | 16:29
Athyglivert í vinnunni. Árekstrar ofl.
Gærdagurinn var athygliverður hjá atvinnubílstjóranum Gústa. Gekk að öllu leyti vel með kannski skemmtilegum undantekningum. Það var semsagt tvívegis keyrt á ruslabílinn sem ég er að keyra þessa dagana.
Ég var að bakka inn í Sorpu til þess að fara að losa eins og gengur á venjulegum ruslabíl í Reykjavík, nema hvað, að þegar ég er langt kominn inn, þá sé ég hvar stór gámabíll (með ruslagám) kemur á nokkuð mikilli ferð aftur á bak og búmm í hliðina á bílnum hjá mér. Það kom þónokkurt högg á bílinn og ég hélt að nú væri dagurinn búinn á þessum bíl og vind mér út úr bílnum, til að skoða skemmdir. En viti menn, það sá ekki á bílnum hjá mér, þannig að ég gat haldið áfram að vinna.
Svo seinna um daginn, þá er ég staddur á Framnesveginum og stopp út í kannti en geri götuna soldið þrönga, þannig að aðrir bílstjórar voru soldið í því að hætta við að keyra framnesveginn og fara eitthvað annað, svona rétt á meðan við vorum þarna að hreinsa. En bíllinn hjá mér var allavega kyrrstæður með blikkljósum og alles. Þar sem ég sit þarna og bíð meðan tunnur eru losaðar í bílinn, þá finn ég högg koma á bílinn og lít í spegilinn á vinstri hönd. Þá var þar kominn nokkuð ný bifreið og bílstjórinn ekki heppnari en svo að hann hafði hreinlega rekið bílinn sinn í tunnulyftuna og gert nokkuð myndalega rispu á hlið bílsins síns og beyglað hjá sér afturhurðina. Og aftur varð blessuðum ruslabílnum ekki meint af.
Semsagt tvisvar sama daginn... keyrt á bílinn hjá mér...
Svo reyndar sá ég eitt skondið i morgunn...
Ruslakallar eru soldið vinsælir hjá blessuðum börnunum og semsagt í morgun var einn ruslakallinn að vinna vinnuna sína og tekur ekki eftir því að ungur strákur á línuskautum er að forvitnast um vinnuna okkar. Þar sem blessaður ruslakallinn var eitthvað þungt hugsi þegar að hann sneri sér við til að ganga af stað, þá úpppsss! gengur hann niður strákinn á línusakeutunum, sem náttúrulega hlammaðist í götuna, en varð greinilega ekki meint af.
Athugasemdir
Ein, svona hugmynd. gætirðu hugsað þér að einbeita þér, að upptökum, ( hljóðritun ) á svona allskyns kvellum, skellum og brothljóðum. þú gætir verið á tvöföldum launum, ef hljóðmyndirnar seljast vel. Ég skal kaupa eina. ef það verður í henni svona ( Dúmm ) og ( Gnirr - Splass ) hvað eigum við að segja. Svona 12,000 krónur. En ég gæti borgað , með allskonar Vinnu, innleggi í framleiðsluna. Skapa hljóð og dínki og svoleiðis. mundirðu hafa samband við mig . ? Vinar kveðja.
Högni Hilmisson, 7.6.2007 kl. 18:22
Þetta gefur hugmynd að konseptplötu - dagur í lífi ruslakalls.
Ingvar Valgeirsson, 8.6.2007 kl. 15:19
Athyglivert hjá þér Högni. Maður ætti kannski að fá sér lítið og nett upptökutæki sem kemst fyrir í vasanum. Tæki væri með mjög góðum innbyggðum mic og svo bara hafa alltaf á upptöku. Pláss á svona litlu tæki...? Ja, getur maður ekki bara eytt upptökunni á klukkutíma fresti ef ekkert markvert gerist.
Já, það væri gaman að gera plötu með allskonar svona hljóðum. Fínt undirspil, svona gauragangur eins og hjá... ja kannski Bjö.... eða... veit ekki
Ágúst Böðvarsson, 10.6.2007 kl. 22:33
Mér finnst samt ljótt hjá ruslakallinum að reyna að misþyrma barni á hjólaskautum. Það á að misþyrma börnum á hjólaBRETTUM.
Ingvar Valgeirsson, 11.6.2007 kl. 15:58
Ég segi bara eitt ... KLAUFI ! HAHAHAHAHAHAHA !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.6.2007 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.