DÚNDURfréttir og Sinfó...

Smellti mér á tónleikana með Dúndurfréttum og Sinfóníunni í gærkvelds...
Maður minn, þetta var MAGNAÐ. Óheppin þið sem ekki voruð þar og eigið ekki miða í kvöld...

Reyndar voru þetta aukatónleikar og voru því væntanlega notaðir sem einhverskonar generalprufa og reikna ég með, þar sem þetta var ekki alveg hnökralaust (en næstum), að kvöldið í kvöld verði magnað fyrir þá sem eiga miða í kvöld. Veggurinn ætti að vera orðinn fínpússaður og jafnvel fallega málaður í kvöldTounge .

Vildi næstum óska að ég ætti miða í kvöld líka, þetta var svo magnað. En njótið vel þið sem eigið eftir að fara.

Kostaði sitt en ég sé ekki eftir einni krónu og ekki orð um það meir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Á myndina, á plötuna, finnst þetta leiðinlegt. Dimma hlið tunglsins er sjö sinnum skemmtilegri.

Addi bróðir minn, sá rammheiðni kommúnistaskratti, sá Waters flytja þetta ásamt Cindy Lauper og fleirum í Berlín fyrir 17 vetrum síðan. Hann gaf mér bol...

Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband