29.6.2007 | 00:57
DÚNDURfréttir og Sinfó...
Smellti mér á tónleikana með Dúndurfréttum og Sinfóníunni í gærkvelds...
Maður minn, þetta var MAGNAÐ. Óheppin þið sem ekki voruð þar og eigið ekki miða í kvöld...
Reyndar voru þetta aukatónleikar og voru því væntanlega notaðir sem einhverskonar generalprufa og reikna ég með, þar sem þetta var ekki alveg hnökralaust (en næstum), að kvöldið í kvöld verði magnað fyrir þá sem eiga miða í kvöld. Veggurinn ætti að vera orðinn fínpússaður og jafnvel fallega málaður í kvöld .
Vildi næstum óska að ég ætti miða í kvöld líka, þetta var svo magnað. En njótið vel þið sem eigið eftir að fara.
Kostaði sitt en ég sé ekki eftir einni krónu og ekki orð um það meir.
Athugasemdir
Á myndina, á plötuna, finnst þetta leiðinlegt. Dimma hlið tunglsins er sjö sinnum skemmtilegri.
Addi bróðir minn, sá rammheiðni kommúnistaskratti, sá Waters flytja þetta ásamt Cindy Lauper og fleirum í Berlín fyrir 17 vetrum síðan. Hann gaf mér bol...
Ingvar Valgeirsson, 5.7.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.