6.7.2007 | 23:51
TOTO
Nú bíður maður bara eftir að kíkka á TOTO tónleika í Laugardalshöll. Hlakka til, en las samt um daginn að þeir spili jafnvel órafmagnað í hálftíma. Kvíði soldið fyrir að, en vona samt ekki, að Rosanna, Hold the Line, Pamela o.fl. lög verði ekki með í þeim pakka. Lög sem ég vil sjá og heyra á fullum krafti. Africa gæti komið vel út úr þeim pakka, en annars er maður bara spenntur og hlakkar til.
Annars er stefnan sett í bústaðinn að vinna á morgun. Það er að koma mynd á gripinn hjá okkur og tengdapabbi á skilið mikið hrós fyrir þá vinnu sem hann hefur lagt á sig. Og svo hef ég lítið verið heima, aðallega verið að vinna í frítimanum í bústaðnum.
Athugasemdir
Þú hefur verið kukkaður! Semsé þú verður að koma með 8 staðhæfingar um sjálfan þig (sjá síður okkar Hauks og margra um þetta).
Bryndís Böðvarsdóttir, 17.7.2007 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.