21.8.2007 | 22:07
OK, Vont að keyra í rigningu...
Var að keyra eftir gullinbrú í þessari fínu rigningu í dag. Það var sem himnarnir opnuðuðust... já, opnuðust! Flóðgáttir himna opnuðust upp á gátt í dag.
Allavega í Grafarvoginum í Reykjavík. Ég sem sagt átti leið um Gullinbrú ásamt minni yndislegu dóttur og allt í lagi, nema ég er að keyra næstum samhliða, svona örlítið aftar en bíll á vinstri akrein. Ég var á hægri akrein. Ég tók eftir því að hann keyrði mikið ofan í hjólförunum og vatnið gusaðist í allar áttir, svo mikið að það slettist allverulega á framrúðuna hjá mér. Allt í einu sá ég ekki gramm, nema bara að framrúðan var þakin vatni. Ég var á rétt rúmla á 60 km á klst. og sé allt í einu ekki NEITT í aflíðandi beygju á Gullinbrúnni, þannig að ég bara fann mig tilneyddan til að hægja vel á og bíll fyrir aftan. Maður keyrir ekki bíl í umferðinni í Reykjavík án þess að sjá út. Hvernig gat venjulegur fólksbíll ausið svona miklu vatnið upp á framrúðuna á mínum bíl. Skil ekki alveg... Sem betur fór var bílstjórinn í bílnum fyrir aftan mig vel vakandi, annars hefði hann kíkkað í skottið á mínum bíl, enda kannski margt að skoða þar...
Athugasemdir
Hæ ástin mín,
Gleymdi að spyrja þig í gærkvöldi en varstu virkilega ekki með rúðuþurrkurnar á?? En mikið hefði nú verið gott að fá smá kítt í afturendann á bílnum... þ.e. ef þið Rebekka hefðuð pottþétt sloppið ómeidd. Við hefðum þá kannski drifið í að kaupa chevrolettinn sem okkur langar svo í .... Smá framtaksleysi á þessum bæ...
Love u
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 22.8.2007 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.