Bláber, krækiber... hver að verða síðastur...

Nú er eitthvað byrjað að frjósa á nóttunni, svo maður dreif sig áðan eitthvað út í móa til að plokka upp einhver ber áður en þau frjósa. Fengum samt ekki nema rétt út á skyrið, eins og maður segir. Rebekka var nefnilega alveg búin á því litla greyið. Hún er sko nýhætt að taka hádegislúr á leikskólanum, svo hún er orðin pirruð og þreytt um 6 leytið. Þannig að við dröttuðumst í bæinn aftur, reyndar hefði viljað vera eitthvað lengur, sá alveg möguleika á að finna nokkrar bláar þúfur í viðbót. En Rebekka var orðin það þreytt að við bara drifum okkur í bæinn og viti menn, við vorum ekki komin heim þegar sú stutta steinsofnaði í bílnum. Nú hún var bara borin og henni smellt í rúmið... og, við horfðum hvort á annað (við Anna) og veltum því fyrir okkur hvað við ættum að gera í kvöld. Venjulega fór kvöldið hjá öðru okkar í að koma Rebekku niður. Hún var nefnilega ekkert þreytt þegar hún var kannski búinn að sofa frá hálf eitt til hálf tvö, og kannski alveg til tvö. Núna, eftir að ákveðið var að hætta þessum daglúrum, þá eigum við okkur líf á kvöldin Rebekka er betur hvíld á morgnana. Það þurfti stundum að klæða hana hálf sofandi til að koma henni í leikskólann, af því að hún sofnaði alltaf svo seint á kvöldin. En nú er öldin önnur.

Maður situr því hér og étur ber með ís og rjóma og fitnar. Já, ekki fer mikið fyrir hreyfingunni í minni vinnu, eða jú... kannski hjá þeim sem vinna úti. Ég sit náttúrulega á rassgatinu og horfi á ruslakallana vinna í kringum bílinn og, eins og ég sagði, held áfram að fitna Woundering

Jæja en það styttist í annan endann, já blessað sumarið og ég keyri í amk 4 vikur í viðbót og svo klára ég fríið mitt og að fríi loknu fer ég aftur að rölta með ruslatunnurnar, eða svo lengi sem hinir bílstjórarnir halda heilsu.

Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta, annars er það allt í lagi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband