Umferðarpæling...

Hef ekki mikið pælt í því fyrr en alveg nýverið, að ef að ég myndi missa bílprófið, hefði það frekar mikil áhrif á vinnuna mína. Ég er afleysingarbílstjóri í minni vinnu og á launum eftir því og þar af leiðandi myndu laun mín lækka umtalsvert ef að ég tæki uppá því að brjóta svo af mér í umferðinni að prófið yrði hirt af mér.

Var að hlusta á ónefnda útvarpsrás um daginn þar sem var verið að spjalla við þau hjá umferðarúrvarpinu. Þar var verið að benda á 30 km hraða í skólagötunum og íbúðarhverfum. Ef ég missi mig og fer upp í 60 km hraða þar sem er 30 km hámarksraði, þá get ég hreinlega misst prófið, svo ég tali nú ekki um sektirnar þó maður fari ekki nema í 45 km hraða á sama stað. Það gæti orðið dýrt. Man ekki tölurnar, en man að þær eru frekar háar. Það er kannski bara allt í lagi svo að fólk keyri sómasamlega.

Var að koma úr Ölver (bústaðnum okkar nálægt Hafnafjalli) áðan. Var niðursokkinn við vinnu þarna uppfrá, þangað til  ég ákvað að nú væri mál að komast í háttinn. Brá mér nokkuð í brún. Það var orðið alveg dimmt og nokkuð drungalegt þarna upp í sveit. Hef ekki keyrt í svona myrkri síðan einhverntímann síðasta vetur. Alltaf bregður manni (eða mér) jafn mikið þegar myrkrið skellur á manni að hausti til.

Jæja en nú er bara að hlakka til nýrrar vinnuviku...Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Keyrðu bara eins og maður og þá verður allt í lagi. Hafðu það svo alveg rosalega gott ávallt.

Ingvar Valgeirsson, 5.9.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband