8.9.2007 | 21:00
Blessaður þjóðsöngurinn sem enginn venjulegur maður getur sungið
Mér finnst hálf hallærislegt að fylgjast með íslenska landsliðinu í einhverri íþróttagrein standa virðulega (þá sjaldan að ég horfi á slíkt) með hönd á brjósti og reyna hreyfa varirnar á sannfærandi hátt á meðan að þjóðsöngurinn okkar er spilaður, á meðan að væntanlegir andstæðingar í komandi leik syngja hástöfum með sínum þjóðsöng.
Vitandi, hér áður fyrr, hvað þjóðsöngurinn okkar er flókinn í flutningi fannst mér það fyndið, þegar ég komst að því að lagið sem ég hafði sungið með textanum ,,Rúgbrauð með rjóma á", mjög einfalt og skemmtilegt lag, væri sungið við þjóðsöng breta.
Af hverju ekki að finna upp á einhverju nýju lagi og hafa það þannig að hver sem er geti sungið með.
Efna til samkeppni um nothæft lag... mæli með því.
Mismunandi útgáfur þjóðsöngsins samræmdar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekkert erfitt að syngja þennan söng. Að svo sé, er bara gömul lumma sem er óskiljanleg öllum sem hafa reynt.
Hvað er svona erfitt við þetta, aldrei fylgir það sögunni ? Að fara upp áttund ? Er textinn svona flókinn ?
Viðar Freyr Guðmundsson, 9.9.2007 kl. 02:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.