11.9.2007 | 23:09
Með barn í fangi undir stýri
Ég hneykslaðist nokkuð í dag þegar ég mætti bíl þar sem ég sá að bílstjórinn hélt ungu barni í fanginu og leyfði því að stýra. Ég var að koma út í Gufunes, þar sem Sorpa er til staðar, á leið til losunar um tíu leytið í morgunn. Þar mætti mér grár sendibíll og undir stýri var þar barn 2-3ja ára gamalt og sat í fangi fullorðinnar, en greinilega óþroskaðrar manneskju á nokkurri ferð eftir götunni. Þarna er þónokkur umferð stórra ökutækja, sem læðast ekki beint eftir götunni. Ég vil ekki hugsa um hvað hefði getað gerst ef hann hefði óvart misst stjórnina, krakkinn kippt í stýrið eða bara einhver annar misst stjórnina og komið beint framan á hann.
Bara varð að losa um þessa hneykslan mína.
Athugasemdir
Takk Gústi fyrir að nefna þetta...það er algjör skömm að þessu..
annað...í næstu viku kemur ný Mark Knopfler plata og um næstu mánaðarmót plata frá Springsteen....góðir tímar framundan!!
Guðni Már Henningsson, 12.9.2007 kl. 13:19
JAvel. Það verður bara tónlistarveisla á næstunni. Hlakka til að heyra í þeim félögum.
Ágúst Böðvarsson, 12.9.2007 kl. 17:31
Úff verður þá heimilislífið hjá okkur ekkert nema brjáluð gítarsóló frá þeim köppum???
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 12.9.2007 kl. 18:33
Er fólk að verða vitskert ? Hvernig dettur þeim í hug að fara svona með börnin sín.
Annars segi ég bara takk fyrir síðast Anna og Gústi.
Bryndís Böðvarsdóttir, 13.9.2007 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.