Dettur í hug ,,Naked Gun" myndirnar.

Hann, O.J. Simpson, var flottur í Naked Gun myndunum á sínum tíma. Lék frekar klaufskan lögreglumann, eins og fleirri í þessum myndum. Svo kom sjokkið... Hann átti að hafa myrt eiginkonu sína og elskhuga hennar... Kannski... Veit ekki... Sennilega...
Margir af virtustu leikurum, tónlistarmönnum ofl. eru snælduruglaðir eða hafa gert ýmislegt af sér. Þannig að maður þarf kannski ekkert að fá samviskubit yfir því að hafa fílað O.J. í Naked Gun myndunum.

Hér eru dæmi um nokkra rugludalla sem margir fíla og ekki endilaga ég. 

George Michael - ósæmandi hegðun á klósetti og tekinn undir áhrifum lyfja á bíl
Phil Spector (upptökustjóri) - ákærður fyrir morð (veit ekki hvort hann er sekur, en sennilega gúgú)
Britney með - barn í fangi undir stýri ofl, ofl, ofl, ofl,
Paris Hilton - Snarrugluð
Lindsey Lohan - Snarrugluð
Sinnep frá SS... ég meina O´Connor - Reif mynd af Páfanum á tónleikum. (mér er ss sama, en tilhvers að rífa myndina?)
ofl... ofl... ofl...

Þetta eru fyrirmyndir alltof margra krakka og unglinga. Margt væri betra í heimi hér ef ýmis skilyrði yrðu sett á við uppgötvun á upprennandi stjörnum í heimi frægðar. Og ef viðkomandi hagar sér eins og fíbbbl, þá mætti bara rifta samnigi við viðkomandi... Nei... ég veit ekki. Datt þetta bara svona í hug


mbl.is O.J Simpson handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Já, eða svona lélegur að það var fyndið...

Ágúst Böðvarsson, 16.9.2007 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband