12.9.2006 | 21:51
Björgum Magna!
Ég held að ég verði að vera sammála, mig minnir að það hafi verið greinarhöfundur í ,,Blaðinu", sem var að tala um að bjarga magna frá því að vinna ,,Rockstar Supernova". Ég held að við ættum að taka okkur all rækilega saman og sleppa því að kjósa. Magni er kominn alveg nógu langt til að ,,meika´ða" í útlöndum.
Ég vil honum ekki svo illt að þurfa að túra í heilt ár með rugludöllunum, Tommy, Gilby og Jason. Hann mun alveg gera miklu betri hluti í USA án þeirra heldur en með þeim.
Kannski, þó að við kjósum eins og við eigum lífið að leysa, afþakkar Magni titilinn þegar öllu er á botninn hvolft.
Gangi honum bara allt í haginn... já, og mér að blogga meira....
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.