Nýtt lag...

Hér til vinstri er kominn tónlistarspilari sem ég hef ekki virkjað hjá mér fyrr en nú og vígi hann því og með lagi sem ég samdi við textann ,,Faðir, hér er ég" eftir hann Guðna Má Henningsson vin minn og útvarpsmann. Reyndar mistitlaðist lagið hjá mér, og heitir hér ,,Ég leitaði meðal blóma" og finnst undir því nafni í spilaranum

Ljóðið, þegar það byrtist á síðunni hans Guðna, byrtist mér sem einhverskonar áskorun um að semja lag. Takk Guðni fyrir falleg ljóð og Takk GUÐ fyrir hæfileikann að fá að semja tónlist þér til dýrðar.

P.S: Setti einnig ,,Að krossinum" inn líka og svo kannski með tíð og tíma önnur lög sem ég hef samið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þetta er rosalega fallegt lag Gústi minn. Vona að það komi út einhvern tíman. 

Annars var ég að hlusta á eina af gömlu góðu kasettu upptökunum þínum, frá því við vorum bæði ung og falleg systkyni og bjuggum á Akureyri.  Hvað ég vildi að hægt væri að færa það yfir á Geisladisk, eða tölvutækt form.

Elsta kasettan mín er horfin (skil ekki hvað varð um hana), en síðari Kasettan mín er orðin gömul og slitin og farið að tegjast á bandinun = farið að koma falskt hljóð.... Þú bara verður að redda mér nýju í staðinn.  Allavega finnst mér þetta svo æðislegt að það má ekki glatast.

Settun það á "to do" listann þinn Gústi bro.

Bryndís Böðvarsdóttir, 4.10.2007 kl. 18:16

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég tek undir með ægifögru eiginkonu minni og systur þinni, þetta lag er alveg magnað!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.10.2007 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband