2.10.2007 | 21:12
Sitt sýnist hverjum... um fyndni...
Var í dag að vinna í bústaðnum, hvar við tengdapabbi ákváðum að smella okkur í mat á ákveðnum stað, skammt frá, sem selur heimilsmat tilbúinn til átu. Þar sem við stóðum við afgreiðsluborðið og rýndum í pottana, fengum við að heyra að þarna væru hakkbollur úr blöndu af lamba og kindakjöti.
Tengdapabbi; ,,nú rolla?"
Ég; ,, er lambakjötið drýgt með sjálfdauðri rollu?"
Tengdapabbi; ,,þú ert rosalegur"
Konan sem eldað hafði matinn; ,,maður segir ekki svona" og strunsaði inn fyrir til að ná í eitthvað. Hún virtist ekkert hress með athugasemdina mína.
Mér fannst ég nokkuð fyndinn, en tengdapabbi er ekki eins viss um það og ég. Ég er reyndar ekki viss með konuna.
Maturinn var þokkalegur, við vorum saddir og gátum farið aftur að vinna.
Annars er það að frétta af bústaðnum að parketið er komið á stofuna. Nú bíðum við eftir að límið taki sig nógu vel svo hægt sé að pússa og lakka það.
Á meðan er erum við að spá í að skella sturtubotninum á sinn stað og flísaleggja svo í kring eða að klára forstofugólfið með flísalagningu ofl á morgunn. Kemur í ljós.
Athugasemdir
Aldrei móðga þann sem eldar ofn í þig - þú vilt ekki dauðar flugur, piss og kynfærahár í matinn þinn...
:)
Ingvar Valgeirsson, 3.10.2007 kl. 21:35
Úff, ekki vildi ég borða ofna eins og þú virðist gera Singvar minn...
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 4.10.2007 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.