Yes!!!! okkur tókst það!!!!

Við björguðum Magna og nú er hann á heimleið aftur á klakann. Svo reyndar skilst mér að hann fari aftur út í Janúar til að syngjs með húsbandinu úr Rockstar keppninni. Þetta húsband er mun betra og gáfulegri kostur til að spila með og umgangast heldur en þrír félagar í Supernova (bráðum eitthvað annað nafn).

Lukas Rossi er ekki mikill söngvari að mínu viti. Hann var samt valinn og mér finnst hann ekki syngja, heldur breima eins og köttur. Óttalegt leiðindavæl sem heyrist úr honum. Einhver góður maður talaði um að, í byrjun þáttanna hafi hann hljómað eins og rolla með hægðatregðu en svo eftir að hann fékk tiltal, hljómar hann bara eins og rolla. Ég er kannski bara sammála.Hlæjandi

ég, eins og fleiri, held að Magni og þeir sem ekki unnu þessa keppni séu betur staddir en Lukas. Svo er Lukas með svo kraftlausa rödd að ég held að hann haldi ekki út nema c.a. halftíma á tónleikum og þá verði hann að hvíla röddina. Þannig að ég spái að þeir reyni að fáeinhvern af hinum keppendunum til að vera til vara þegar Lukas pissar í buxurnar, þ.e. þegar röddin hans gefur sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband