7.11.2007 | 07:38
Svíaríki. Dagur 2
Í gær komum við með lestinni frá Kastrup og vorum orðin vel hrist og pirruð. Þegar við komumst svo á staðinn tók á móti okkur MR. Andersson (úr Matrix)... nei, nei. Hann heitir Jónas Andersson og svo var líka hann Rickard Lundgren sem er einskonar frumkvöðull að kirkjustarfinu hér. Svo var lent í Pizzu á stað sem heitir Verona. Undarlegar pizzur. Ein tegundin var með rækjum og kjöti, önnur var með kjöti, eiginlega beef og bernessósu. Svo var líka ein Mexíkönsk sem var slatta bragð af og svo grænmetispizza. Smakkaði þær allar nema grænmetispizzuna. Allar eðal góðar (veit ekki um grænmetis). Svo var haldið í kirkjuna á hvílustað. Var alveg búinn um 10 leitið að staðartíma og sofnaði ekki löngu síðar. Vaknaði svo líka uber hress klukkan 6 í morgunn og fór í sturtu. Hún er úti... eða þannig. Þurfum að fara út og svo inn í einskonar bílskúr. Þar er fín sturta. Þannig að nú sit ég endurnærður og skrifa þessar línur.
Hlakka til dagsins í dag. Fáum kennslu frá Pastor kirkjunnar núna klikkan 9 að staðartíma. Svo verður farið eitthvað á flakk í trúboð til Eskiltuna sem er smábær í grendinni. Mikið þunglyndi þar, sjálfsvígtíðni há og mikið atvinnuleysi. Allskyns þjóðflokkar þar. Richard er byrjaður með kirkju þar en hún mjög lítil ennþá.
Svo eru hér nokkrar myndir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.