Svíaríki; dagur 3

Jæja, þá er það skýrsla gærdagsins.

Vaknaði endurnærður klukkan 6. Smellti mér í sturtu og fékk mér morgunnmat kl 8 með... nei, nei.
Smá grín. Fengum frábæra kennslu kl 9 frá Ole Daniel Pastor hér, alveg frábæra kennslu um persónluleikana, eins og áður segir úr bókinni  "The Keys for Positive Relationships". Tókum mjög skemtilegt og áhugavert persónuleikapróf sem gefur manni alveg nýja mynd af fólki, hvað við erum ólík.

Fórum svo út að borða á stað sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir og fékk mér kebab í pítubrauði. alveg magnaðan.

Svo var farið að undirbúa trúboðsferð til Eskilstuna.

Eskilstuna er ekki smábær, eins og mig minnir að ég hafi sagt hér áður. Þetta er bær með ca 97 þúsund manns. Ekki mikið minni en Reykjavík. Myndu nú held ég einhverjir móðgast ef Reykjavík yrði kölluð smábær. Eníveis... Þar hittum við fyrir frábært fólk. Gabríel leiddi lofgjörð og við Óli Z spiluðum með honum, ég á bassa og Óli á Roland D-5 hljómborð sem er, ég veit ekki hvað það er gamalt. 80´s hljómar vel í sömu andrá og þetta hljómborð sem við engum að láni hér úr kirkjunni ío Katrineholm. Eníveis... Krakkarnir voru sendir út að vitna og dreifa pésum til að fá fólk inn. Það komu ekki margir af með þeim á samkomuna. Guð var samt að starfa á samkomunni og ungur strákur frelsaðist og fólk mætti Guði. Einnig var þarna fyrrum múslimi sem er búinn að vera kristinn í smá tíma. Þannig að Guð er vinna  meðal þeirra.

Svo var boðið í ,,Fika" eftir samkomuna, sem er miklu meira en hægt er að útskýra. ,,MR-Andersson"(Jónas) reyndi þó og sagði að þetta væri eitthvað matarkyns og svo samfélagið sem fólk á saman, en samt eitthvað meira. Hann gat ekki útskýrt þetta betur.

Það er frábært að ferðast hér, svipað og í Norge (Anna mín). Semsagt rosalega fallegt. Mig langaði í gær að stoppa við hvern einasta bóndabæ á leið til Eskilstuna og taka buns af myndum. En það var ekki hægt vegna tímans.Frown

Fáum kennslu á eftir frá ,,MR-Andersson" og svo er keila í dag vegna þess að það féll niður dagskrárliður hjá okkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband