Svíaríki: Dagur 4c

Vorum að lenda aftur í Katrineholm eftir athygliverða ferð til Nyköping og reyndar óvænt til Stokkholms.

Þannig var að við fórum til Nyköping í trúboð í Fíladelfíu sem þar er og áttum að taka þátt í kaffihúsakvöldi fyrir unglinga. Flott kaffihús sem þau eru með í Filadelfíu... Eníveis... Við byrjuðum á því að skella okkur á Indverskan veitingastað, fengum okkur Tikka Masala kjúkling (allavega flestir) og ultum svo frá borðinu og rétt náðum að borga... En allavega, þá var svo aftur stefnt á Fíladelfíu og til að gera klárt fyrir að fara út að ná í unglinga. Þurftum að viðja saman og svoleiðis. Héldum svo í göngutúr í smölun. Eitthvað var nú fátt á götunum í miðbænum en einhverjar hræður fundust. 

Dagskráin hófst með einhverri Rokkhljómsveit, ég heyrði ekki textana sem ég held að hafi verið á ensku og skildi ekki sænskuna þegar söngvarinn útskýrði textana á milli laga, en þetta var fínt annarsCool.

Krakkarnir náðu eitthvað að spjalla og biðja með nokkrum unglingum. En um það leyti sem veitingar voru á borð bornar þurftum við Óli Z að skreppa skyndilega til Stokkholms að sækja eina manneskju sem átti að koma með lest til Nyköping. Hún var að koma frá Rúmeníu og ætlar að vera með okkur hér í Svíaríki. Ekki vildi betur til en svo að fluginu hennar seinkaði um fimm mínutur, sem var nóg til þess að hún missti af lestinni og varð strandaglópur í Stokkhólmi. Ferðin til Stokkholms gekk vel, með GPS tæki í bílnum sem var mjög fínt, þangað til við misstum af einni afrein í göngum í Stokkholmi og þurftum að fara dágóðan aukarúntPinch til að leiðrétta það. Þegar öllu því rugli var lokið þá varð lífið aftur dásamlegt og nú varð bara að drífa í að finna Centralstation.  Það gekk vel þangað til...Crying ...NEI!!! VEGAFRAMKVÆMDIR akkúrat við götuna sem við áttum að beygja inn í og hún hreinlega lokuð og víggyrt, takk fyrir. Gervihnötturinn reiknar ekki með óvænt lokuðum götum þegar hann segir manni til, þannig að við hringsóluðum í miðborginni með rödd sem talaði bara sænsku í einhverju tæki sem virtist æpa á mann, ,,vinstri og svo 600 metra og þá til hægri"... ...Já, og líka dáldið oft til hægriWoundering. Þessi fáu vinstri virtust ekki duga til því alltaf fórum við í hringi og vorum farnir að kannast soldið við okkur í Stokkholmi. En þetta gekk nú fyrir rest Cool Já, auðvitað loksins fundum við CENTRALSTATION og þarna stóð hún Guðrún Marta við lestarstöðina fegin að sjá okkur. Hún var reyndar búin að hringja nokkrum sinnum til spyrja hvar við værum eiginlega, hvort við værum ekkert að koma... En þetta tókst nú fyrir rest.

Þessi ferð átti að taka klukkutíma, en lengdist aðeins í annan endannWink. Svo var haldið af stað aftur til Nyköping til að sækja krakkana og keyra til Katrineholm.

Jæja best að hvíla kroppinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Jæja, þá ertu búinn að sjá meira af Stokkhólmi en ég... Ég millilenti einu sinni þar á leið frá Oslo til Keflavíkur (já, alveg satt þó það sé í hina áttina!) Ég átti 6 tíma fram að flugi til Íslands og notaði tækifærið og skrapp með rútu í bæinn og rölti þar í einhverja 4 tíma, fékk mér að borða og fleiri kósiligheit... En við verðum nú að gera betur einhvern tíma!! og þá kannski saman...

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:06

2 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Heyrðu ástin mín, hún Guðný leikskólastjóri á Maríuborg var að spyrja hvort þú gætir spilað á gítar í afmæli leikskólans á miðvikudaginn... það væri ca um 4 leytið... við gætum verið komin í bæinn ef flugið er á réttum tíma. Hvað á ég að segja henni? Lofaði að láta hana vita á mánudaginn... Þetta er spurning um afmælissönginn og kannski 1-2 lög í viðbót skilst mér.

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 10.11.2007 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband