Svíaríki: Dagur 5

OK. Í dag er laugardagur og við eiginlega búin að CHILLA í dag. Fengum að sofa út í morgunn sem var nú fínt og passaði vel við Stokkholmsvesenið í gær. Svo var líka allt hvítt úti í morgunn þegar við vöknuðum. Veðrið er núna mjög svo Íslenskt. Frost og snjór, soldið kósí. Reyndar byrjaði að snjóa í gær um það leyti sem við lögðum af stað frá Nyköping til Stokkholms. Semsagt myrkur og snjókoma með stórum og miklu smjókornum á 110+ á hraðbrautinni. Þetta var eins í Star Wars, þegar flaugarnar fara á ljóshraða. Óli var semsagt frekar þreyttur eftir aksturinn.Sleeping

Áttum að vera í dag í kirkju í Eskilstuna með einhverja dagsksrá. Það er gömul, held ég, hvítasunnukirkja. Pastorinn hætti við að leyfa okkur að koma af því Agape Center (kirkjan sem við gistum í) er í sambandi við einhverja kirkju sem honum líkar ekki við, þá vill hann ekki vinna með okkur. Woundering

Tókum reyndar tíma í dag og höfðum lofgjörðar og bænastund um það leyti sem bænagangan heima hófst og vildum þar með vera með í anda. 

Smelltum okkur svo út að borða áðan á einhverum Restaurant sem ég vit ekki hvað heitir. Ég veit ekki hverslags líf þetta er á okkur, út að borða daglega.Whistling Okkur er reyndar mjög oft boðið út að borða af Rickard, Jónasi og Co. Ég er samt búinn að fá nóg af KEBAB og Mcdonalds í bili.

Nú er stefnan tekin á kaffihúsakvöld hér í Agape Center, þar sem málið er að fara út og smala fólki. Hér er lítið kaffihús á efri hæð kirkjunnar, sem reyndar er matstofa og fundarstaður okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Úbbs... við höfum líka verið duglegar að borða úti. Vorum að koma heim af McDonalds... Það er ekkert gaman að elda fyrir einn og hálfan munn eða svo... Miss U

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 10.11.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband