11.11.2007 | 22:20
Svíaríki; dagur 6
Smá yfirferð yfir gærkveldið.
Fórum semsagt út af örkinni í smölun í nokkrum hópum niður í bæ. Ég og ,,Lille Ole" eins og við köllum hann (til að aðgreina hann frá Óla Z) fórum ásamt Ole Daniel Pastor og hittum hóp af unglingum sem við buðum í ,,FIKA" á litla kaffihúsinu hér í kirkjunni. Þeir vildu endilega kíkka, en sögðust koma ,,á eftir". Svo héldum við okkar leið og Ole Daniel sagði okkur að þetta væru vandræða unglingar og innflytjendur sem ganga um og brjóta rúður ofl. Í stuttu máli þá komu þessir gaurar svo skömmu seinna í ,,FIKA" og þá höfðu þeir hitt stelpurnar. Þeir ætluðu, held ég, allir að kvænast Guðrúnu Mörtu, fannst hún svo sæt. Svo hófust umræður og eftir langa stund, þá fóru þeir aftur og nokkrir þeirra mjög svo hugsandi. Þá má segja að árangri sé náð. Orð Guðs snýr ekki tómt til baka.
Krakkarnir komu víða við í smöluninni, þar sem einhverjir sænskir unglingar sendu okkar fólk til helvítis m.a. Hver gefur leyfi fyrir slíku?
Í dag var samkomudagur, þar sem við byrjuðum að fara í Hvítasunnukirkjuna hér í bæ, sem er u.þ.b. eins og Fíladelfía í Reykjavík fyrir 15 árum. Ein kona sat við flygilinn og spilaði. Við tókum þátt þannig að tveir úr hópnum vitnuðu og við Óli Z spiluðum og sungum ásamt Guðrúnu Mörtu. Fréttirnar frá gærdeginum í Reykjavík að 200 manns hefðu frelsast vöktu vissulega athygli. Svo predikaði unglingapastorinn í kirkjunni á sænsku og við svona náðum eiginlega ekki miklu af því sem hann sagði.
Svo var ferðinni heitið yfir götuna í ICA supermarket til að versla í matinn. Við fengum leyfi til að elda heima hjá Rickard. Guðrún Marta, Óskar og Hjalti, elduðu handa okkur kjúkling í einverri bestu sveppasósu sem ég hef smakkað. Verða hrósa honum Hjalta vini mínum fyrir hana. Maturinn var eðalgóður. Svo er staðurinn sem Rickard býr á rosalega flottur. Húsið stendur ásamt fleirrum við vatn og í dag var logn og alveg æðislegt að horfa út um stofugluggann.
Eftir þetta lá svo leið í Agape Center til samkomu. Þar vitnuðu næstum allir úr hópnum og Óli Z predikaði yfir lýðnum. Frábær samkoma sem endaði með mikilli fyrirbæn.
Enduðum svo daginn í kvöldmat heima hjá Steen family. Það er semsagt bróðir Ole Daniel pastors og fjölskylda sem búa þar. Þar áttum við, eftir matinn alveg yndislega lofgjörðar og bænastund.
Á morgunn er svo stefnt í sund í Arebro og shoppinsenter.
Þetta er að styttast í annan endann hér þar sem heimferð er áætluð á þriðjudag með einnar nætur stoppi í Köben sem leiðir af sér heimkomu á miðvikudag. Er ég ekki snjall?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.