Svíaríki; dagur 7

Hér er gott að vera í Katrineholm og er nú þegar farinn að sakna þessa yndislega fólks sem við kynntumst hér. Sérstaklega MR Andersson (Jónas) og svo Rickards (keypti reyndar bók eftir hann á sænsku). Þeir og sérstaklega Jónas eru búnir að hanga með okkur út um allt eftir getur hvors fyrir sig. Svo reyndar Ole Daniel Steen pastor var líka soldið með okkur, til Nyköping og down-town Katrineholm í trúboð. Allir hér sem tilheyra Agape Center eru frábærir og við munum sakna þeirra.

Skruppum í sund í dag í Örebro (leiðréttist hér með úr Arebra) í Gustavsvik (þarna sérðu Ingvar, kann vel við mig hérna) sem er sundlaugagarður með allskonar rennibrautum og dóti. Allir biblíuskólanemarnir gengu í barndóm þarna inni. Við öldungarnir (ég og Óli Z) nema Rickard, vorum meira fyrir pottana. Rickard er, að ég held ofvirkur að einhverju leyti. Hann t.d. lét Óskar, sem er nokkuð WILD, mana sig í að stökkva niður af 15 metra háum stökkpalli. Crazy People.W00t

DSC06020
Sundgarðurinn Gustavsvik

Svo skelltum við okkur í verslunarmiðstöð þar sem hópurinn tvístraðist og... Jamm, stelpurnar eru þar enn og við finnum þær ekki. Sennilega í einhveri fatabúð... nei, nei.Tounge Við komum öll til baka til Katrineholm og beint á bænastund í kirkjunni og svo í Pizzuveislu heim til Jónasar þar sem málin voru rædd og fólk nuddað í tætlur, aðallega Jónas. Hann hélt að Óli ætlaði að slíta af sér hausinn. Óli kann aðeins fyrir sér í ruddalegu nuddi,Devil en menn verða víst endurnærðir á eftir.Sleeping 

DSC06027
Jónas í nuddi

Nú erum við hér í Agape Center að reyna að koma okkur í háttinn til að hvíla okkur fyrir lestarferð til Danalýðveldis þar sem við munum gista eina nótt áður en flugið verður tekið yfir Atlantsaf.

Sjáumst heimaWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband