15.11.2007 | 00:10
Svíríki; dagur 8 og heimferð á degi 9
Þá var komið að því að skilja Hjalta eftir í Svíaríki og fara heim. Hann er að fara í trúboð (og ég man ekki hvert) með Jónasi út í hinn stóra heim. Eníveis... Þá smelltum við okkur í 20 min. lestarferð frá Katrineholm og áleiðis til Norköping þar sem við skiptum um lest og hristumst í henni um 4 tíma þangað til við komum til Malö þar sem skiptum aftur og vorum um 10-15 min upp á lestarstöð í Köben. Þangað kom og hitti okkur yndislegur dani nokkur með appelsínugulann sendlabíl (myndi þekkja hann úr fjarlægð) og hirti af okkur farangurinn, þannig að við vorum frjáls ferða okkar í miðbæ Kaupmannahafnar.
Stærri hluti hópsins hvarf upp eftir ,,Strikinu" en ég, Óli Z og Óskar duttum inn á Ítalskan restaurant þar sem þjónarnir eru farnir að kunna nokkuð í Íslensku vegna fjölda landa vorra sem sækja þangað. Ultum svo þaðan út og röltum upp strikið til að hitta hina. Þau fundust, hvert í sinni búðinni.
Tókum svo strætó upp að Norrebro (þar sem lætin voru í sumar). Þar er samskonar bilíuskóli rekinn, nema bara miklu stærri. Tvær blokkir, takk, sem innihalda eingöngu kristilega starfsemi.
Hittum þar slatta af bandaríkjamönnum og heðan og þaðan fólk á dönskum biblíuskóla. Semsagt kominn á áningarstað fyrir nóttinina.
Í þessum skóla er svaka mikill stigagangur, þar sem hann er til húsa í tveim stórum blokkum. Í þessum stigagangi var svo haldin mikil bænastund þar sem bænstöðvum hafði verið komið fyrir á stigapöllunum. Sprittkerti upp eftir öllum stiganum. Áhugavert.
Nú voru þreyttu ferðalangarnir farnir að horfa til hvílu sinnar.
Daginn eftir var það svo bara Kastrup og fríhöfnin. Ég straujaði kortið svo það rauk úr því, eða þannig.´
Ég var svo orðinn nokkuð eirðarlaus í flugvélinni vilda fara að komast heim. Reyndar var búið að ráða mig í spilamennsku á leikskólanum hennar Rebekku minnar, þannig að ég var ekki alveg hættur að vesenast. Leikskólinn átti afmæli í dag. Þannig að þegar ég komst loks til Reykjavíkur lenti ég í kökuveislu.
MIKIÐ VAR SVO GOTT AÐ KOMAST HEIM AÐ LOKUM.
Takk fyrir að kíkka við og fylgjast með þessari ferð. Þessi bloggsíða lokar ekki, þó kannski komi öðru hvoru letiköst og framtaksleysi.
Athugasemdir
Velkominn heim!
Bryndís Böðvarsdóttir, 15.11.2007 kl. 23:20
Velkomionn heim, það var gott að sjá þig á samkomu í gær
Guðni Már Henningsson, 16.11.2007 kl. 14:33
Takk fyrir. Gott að vita að einhverjiir eru glaðir að fá mig heim
Ágúst Böðvarsson, 16.11.2007 kl. 18:59
Ég nú alveg þokkalega sátt líka...
Anna Valdís Guðmundsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.