Kótilettukvöld og áskorun tekið í leiðinni

OK, Anna mín! Hún skoraði á mig að koma í verk að fara að blogga...

Ég semsagt, eftir avintýri sem lýst er á bloggi konunnar minnar, endaði daginn á Kótilettukvöldi í Samhjálp.

Þar var grín og glens, aðallega glens og svo gamaldags kótilettur með raspi, sem reyndar, að mér skilst, voru mislukkaðar fyrir mörgum kótilettu-karlinum þar sem þær voru með brúnuðum kartöflum en ekki venjulegum soðnum. Mér fannst þær reyndar fínar og er alveg sama hvernig kartöflur eru með. En þetta er semsagt viðkvæmt mál fyrir Kótilettuklúbbi Samhjálpar, sem hélt þennan fagnað. Maturinn var nefninlega aðkeyptur og þeir líklega versla ekki við sama fyrirtæki aftur.

Meðan á borðhaldi stóð mætti drengur góður á svið sem Jakop Smári Magnússon heitir og spilaði fyrir okkur dinnertónlist af jólalögum á bassagígjuna sína af plötu sem hann gaf út fyrir nokkrum árum sem heitir Bassajól. Skemmtilegt að heyra eingöngu bassagígjuleik undir matnum og öðruvísi.

Á eftir Jakobi kom svo Kiddi nokkur og kallaður Klettur á svið, eða fyrir framan sviðið öllu heldur, til að segja brandara. Honum tókst það nú glymrandi vel, allvega lá ábyrgðarmaður síðu þessarar nokkra stund í gólfi Háborgar (sem er salurinn góði) vegna hláturskrampa.

Svo mætti þar næst á svið, eftir brandara og smá grín frá veislustjóranum, sem Ómar nokkur heitir, Bubbi nokkur Morthens með kassagígjuna sína og raulaði nokkra velvalda slagara og þótti honum heiður að fá að koma fram á þessu kvöldi í búðum Samhjálpar.

Að þessu loknu var það eftirrétturinn, sem Ís nokkur heitir... nei, eða kannski bara ís með Hersey´s súkkulaði sírópi út á sem mætti vel kældur í maga vorn.

Aðalnúmer kvöldsins, innan um bögglauppboð og svoleiðis, byrtist svo á sviðinu við mikinn fögnuð áheyrenda. Köntríbandið Rasp, sem samanstendur af Kótilettuklúbbi Samhjálpar, þar sem ábyrgðarmaður þessarar síðu fyllti inn í með bassagígjunni ásamt Símoni Hjaltasyni á Rafgígju og Hjalta Þórissyni á sett af bumbum og málmgjöllum. Fórum að eigin sögn á kostum, en ekki skal fara offari því við erum bara, jú,  "SESSION MENN" eins og ónefndur Guðni Már hafði á orði eftir á því við komumst víst ekki í téðann kótilettuklúbb. Þarna voru hin ýmsu frumsömdu lög tekin fyrir, svo sem "Ring of Fire", "Have You Ever Seen the Rain", "Komdu í Kántríbæ", "Stand By Your Man" sem sungið var til eiginkvenna Kótilettuklúbbsmanna og endað á sjálfuppklöppuðu (þ.e. bandið klappaði sig sjálft upp) lokalagi ábyrgðarmanns þessarar síðu "Að krossinum..."

Kvöldið semsagt stórgóður endir á frekar köflóttum degi.

Köntrísveitin Rasp er:
G. Theodór Birgisson - Söngur
Guðni Már Henningsson - Slagverk(ur) Tounge
Halldór Lárusson - Söngur og Kassagígja
Heiðar Guðnason - Söngur
Kristinn P. Birgisson - Söngur (mæm) Grin
Vilhjálmur Svan - Söngur
Þórir Haraldsson - Hljómborð


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Ég bið þig bara um að hafa ekki í flimtingum spilverk vort né söngandköf. Hér var á ferðinni tær snilld sem verður aldrei endurtekin, þú session maður!!

Guðni Már Henningsson, 26.11.2007 kl. 12:55

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Æ! Missti ég af einhverju??? Eða var þetta kannski bara fyrir KK eða sérstaka klúbbfélaga?

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.11.2007 kl. 22:12

3 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Þetta var fyrir alla sem keyptu sér miða í tíma

Ágúst Böðvarsson, 28.11.2007 kl. 00:14

4 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Well....

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband