Nýtt Joshua Tree dæmi er...

...flott. Ég er búinn að dæla lögunum inn í I-pod- inn minn og hlusta við hvert tækifæri. Þarna eru nokkur demo m.a. eitt sem heitir ,,Desert og our love" sem mér fannst ekkert sérstakt og eiginlega ekki hæft til útgáfu og ég velti því fyrir mér hvernig í ósköpunum þeim datt í hug að gefa þetta út. Svo var ég að lesa í bók sem fylgir með, þar sem viðkomandi aðilar tjá sig um upptökuferlið ofl. viðkomandi plötunni, las ég klausu um þetta demo, þar sem The Edge segir frá því að þetta lag varð seinna ,,I still haven´t found...". OK. Þá fór ég að hlusta aftur á demóið og heyrði greinilega að þetta eru sömu hljómar og nánast hægt að syngja ,,I still haven´t found..." við.

Svo er DVD diskurinn. Hann inniheldur tónleika sem ég veit, að sumir myndu ekki gefa frá sér sökum ófullnægjandi gæða. Spilamennskan og söngurinn eru ekki fullkomin og Bono hreinlega hás. En það sem mér finnst svo gaman við þá eftir nokkur áhorf (reyndar á fyrri helmingi vegna þreytu og svefns á sófanum ;), er hvað þeir eru í góðum fílíng og hafa gaman af.

Svo náttúrulega er ,,The Joshua Tree" platan sjálf snilld og eins og ég hef áður sagt, ,,Red hill mining town" besta lag þeirra U2 manna frá upphafi. Ég efast um að þeir toppi það hér eftir fyrir minn smekk.

Mjög sáttur við nýju útgáfuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það væri gaman að eignast þennann disk :)

En hvar nærðu svona tónlistaspilara á bloggið þitt?

Kv. Björn Ingi

Björn Ingi (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Tónlistarspilarinn fylgir blogginu. Maður ræður hvort maður virkjar hann eða ekki

Ágúst Böðvarsson, 18.12.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband