6.1.2008 | 22:27
Þögnin rofin....
Jæja þá, Gleðilegt nýtt ár vinir og takk fyrir það gamla... Vá klisjan, en alltaf jafn góð.
Loksins kveikti ég á tölvunni. Hef varla snert tölvuna yfir jólin og er það mjög svo ólíkt mér, en allavega, þá er ég kominn á skrið á ný.
Ég hlakka til nýja ársins. Er fólk ekki spennt að sjá hvað verður á árinu? Á morgunn byrjar að dimma aftur eftir jólin, slökkt verður á hinu og þessu jólatrénu um bæinn og svo hverri seríunni á eftir annarri og skammdegisdimman tekur við. Já, þá er eins gott að vera í góðum gír og bjartsýnn, ekki velta sér upp úr því hvað allt er dimmt.
Ef allir gætu nú horft fram á við og hlakkað til að sjá hvað hver dagur ber í skauti sér. Þá væri nú miklu auðveldara að lifa fyrir.
Allavega, hafið gott ár...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.