Hver samdi Faðirvorið????????

Ég veit ekki hvað ég á að segja....?

,,Ég á ekki til orð..." eða ,,Ungdómurinn í dag..." eða hreinlega... ,,Kemur mér ekki á óvart..."

Í ,,Blaðinu" í dag eru nokkur ungmenni spurð nokkurra spurninga. Ég staldraði við þegar ég sá hver fyrsta spurningin er. ,,Hver samdi Faðirvorið?"

Enginn af viðmælendunum veit svarið.

Öll eru þau frekar ung en amk einn virðist vera kominn til vits og ekki vissi hann þetta. En samt, er ekki örugglega þörf á frekari fræðslu um þessi mál. Hvar klikkar fræðslan?

Dóttir mín er langt komin í 3 vetra aldur og er farin að grípa inn í með eitt og eitt orð þegar ég bið áðurnefnda bæn með henni og svo sannarlega, þegar hún hefur vit á skal hún fá að vita að þetta er ,,bænin sem Jesús kenndi okkur" og er rituð í ,,Matteus 6: 9-13" í biblíunni.

Við Íslendingar köllum okkur kristna þjóð og gleymum svo að kenna ungmennunum, tja... allavega bænina sem Jesús kenndi. Kannski þau hafi gleymt að fylgjast með í fermingarfræðslunni og verið að bíða eftir að vita hvað væri í pökkunum.

En allir hafa sína skoðun og kannski hitti bara þannig á að þessir krakkar séu af heimilum sem afneita kritinni trú. Við erum öll misjöfn. En mér finnst samt, í landi sem kallar sig kristið, og inniheldur ekki fleirri en c.a. 300.000 hræður, skuli blaðamaður hitta á fimm einstaklinga á förnum vegi sem enginn veit neitt ýkja mikið um ,,sína eigin trú" eða þannig?

Ég varð bara soldið undrandi þegar ég rak augun í þetta og blæs hér með aðeins út.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Kannski ekki af heimilum sem afneita, heldur bara kærulausum. Mér finnst afneitunin ekki svo mikil, fæstir afneita ákveðið. Fólki er bara sama, það segist trúa en gerir ekkert í því;)

Birna M, 6.10.2006 kl. 13:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband