Jæja!!!! Þögning rofin AFTUR...????

Ég veit...

...hef ekki verið duglegur að skrifa, nánast hætti eftir ferðina til svíjaríkis í nóvember síðastliðnum. Nú skal ekki sagt hvort að ég ætli mér að verða duglegur að skrifa aftur, en nú er allavega góður ásetningur að baki færslunnar.

Sit hér heima með Rebekkunni og erum að horfa á upptöku af Snillingunum (Little einsteins).

Nú er ég, kannski eins og einhverjir vita farinn að spila á bassa í nýju lofgjörðarbandi í Mozaík Hvítasunnukirkju á miðvikudögum. Bandið er alveg ótrúlega fínt og þétt og menn sem kíkka við á samkomum hafa orð á því hvað bandið sé gott. Við vorum alveg gáttuð eftir fyrstu æfingu og fyrstu samkomu hvað þetta tókst vel þá og ekki versnar bandið eftir því sem það spilar oftar.

Þetta er fín viðbót við það sem er, Samhjálp, Lindina og fjölskyldulíf og vinnu og svo er ég að dútla við nokkur lög með ungum manni frá afríku sem langar að gera disk með sínum eigin lögum.

Ég skal ekki áfellast neinn sem er hættur að nenna að lesa bloggið mitt enda ekki duglegur að lesa annara blog. Kannski þarf ég bara að taka mér smá tíma í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

 já það er gott að skoða bloggi þig og hlusta á lagi að krossinum er mitt besta

Guð blessi þig

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 2.3.2008 kl. 21:34

2 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

'Eg segi bara: sjáumst fyrir norðan um páskana. Þar verður vonandi nógur tími til að spjalla.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 18:32

3 identicon

hæhæ, ég hef líka verið voða löt að skoða blogg eða blogga sjálf.. En frábært að heyra um Mósaík..spennó. Ertu ennþá að vinna í ruslinu? ég var að sækja um áðan..langar að vera fram að áramótum:P hef ekki hugmynd hvort ég fái það.. já heyrðu helduru ekki að ég sé loksins að fara að gifta mig;) að sjálfsögðu verður það KÁNTRÝ brúðkaup haldið í hlöðu;) hahahahahaa...

Eva Dögg (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband