16.10.2006 | 15:42
Ný tölva
Var að eignast nýja tölvu og nú verður erfitt að slíta sig frá henni. Kannski tekst mér að blogga aftur, fyrst það er svo gaman í tölvunni.
Reyndar er ég búinn að vera upptekinn við aðrar tölvur en þá nýju síðustu daga. Tók að mér að sjá um að ræður verði teknar upp í Samhjálp og þar sem ég var að fá nýja tölvu, þá er alveg upplagt að Anna fái gömlu fartölvuna og ennþá eldri borðtölvan sem hún hefur haft, verði notuð við upptökur á þessum ræðum í Samhjálp.
Þannig er málum háttað að ég varð að fara úr Win2000 niður Win 98se á borðtölvunni til að þetta sé hægt. Eða þannig. Ég á nenfinlega gamalt professional hljóðupptökukort sem búið er að rykfalla uppi í hillu í nokkur ár. Win 2000 styður ekki þetta hljóðkort og þar sem að þetta er nú mjög gott hljóðkort, ákvað ég að nota það og til þess verð ég að fara niður Win 98 á gömlu borðvélinni.
Til að setja Win98 upp á henni þurfti ég að strauja (hreinsa allt af harða diskinum) vélina og byrja frá byrjun.
Svo ég tali nú ekki um alla vinnuna sem fór í að færa öll E-mail-in á milli, fyrst úr gömlu fartölvunni, mín E-mail yfir í þá nýju og svo úr borðvélinni yfir í gönlu fartölvuna fryrir Önnu + öll gögnin sem hafa safnast upp í tímanna rás og maður hefur ekki undan að henda eða skrifa backup af því að maður nennir því ekki og svo lendir maður bara í veseni við að fá sér nýja tölvu.
Maður fer út í búð og kemur heim með nýja tölvu og Gaman....!!!!!!!! já, þangað til mann vantar öll gögnin sem maður var á kafi í að vinna í. Leiðinda ferli sem maður er þó tilbúinn að leggja á sig til að notið lífsins seinnmeð nýri tölvu. Þannig að minnsti tíminn fer í að njóta nýja gripsins fyrstu dagana.
En þetta eru nú bara raunir síðustu daga, en sem betur fer á maður konu og barn til að njóta líka. Dásamlegt. Best að setja tölvuna í hleðslu og fara og sækja barnið í leikskólann og frúnna í vinnuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.