Ljúft að vera í fríi

Ég er að klára sumarfríið mitt þessa dagana og nýt þess út í ystu æsar að gera bara það sem ég nenni að gera... eða þannig. Allavega að klára hluti sem einhvernveginn lentu á hakanum um daginn einhverntíman. En í gær og í dag tókst mér að klára tvo hluti sem ég hafði trassað. Gera klárt fyrir upptökur á samkomum (ræðunum aðalega) í Samhjálp í gær og í dag að mixa niður demo upptökur sem ónefndur maður tók upp hjá mér.

Það er nú reyndar fleira td. að taka til í geymslunni hér heima og líka í stúdíóinu í Stangarhyl svo hægt sé að taka á móti fleiri gestum til upptökuverkefna.

En talandi um frí, þá er ég í fríi frá minni annars ágætu vinnu. Ég hef verið að keyra ruslabíl undanfarið eins og flestir vita kannski. En það er gaman að segja frá því að, þegar ég byrjaði að vinna í ruslinu, þá komst ég að því hvað fólk undir stýri getur verið ógeðslega stressað, leiðinlegt, óþolinmótt og hreinlega stælótt og ég finn enn meira fyrir þessu þegar ég er að keyra ruslabílinn.

Ég er orðinn frekar frekur og örugglega hundleiðinlegur í umferðinni þegar ég þarf að bakka inn í götur. Ég kem keyrandi og til að undirbúa að bakka inn í götu þarf ég að keyra aðeins framhjá götunni, stoppa, setja í bakkgír og bakka svo af stað. Fyrst þegar ég var að byrja keyrði ég bara aðeins framhjá götunni og gerði mig líklegan til að bakka....!!!!! nei, þá var kominn bíll fyrir aftan sem stoppaði. Þá náttúrulega, eins og lög gera ráð fyrir, þarf ég að stoppa og bíða. Þó að ég sé í bakkgír og bakkljósin logandi, þá samt hreyfist ekki bíllinn fyrir aftan mig. Hann fer jafnvel að flauta á mig. Ok svo þegar hann kveikir loksins á perunni að ég sé að fara að bakka, þá bakkar hann aðeins og ég bakka af stað og geri mig líklegann til að beygja inn á planið eða götuna, þá ríkur bíllinn fyrir aftan af stað og þarf að nauðhemla af því að þá er ég búinn að leggja á stýrið og loka götunni við að beygja inn í hina götuna. Þá er flautað BIGTÆM.

Einn góður maður kenndi mér svo fljótlega að loka götunni bara strax með þvi að beygja strax til vinstri og þvera veginn til að undirbúa beygjuna. Þá eru menn ekkert að fara sér að voða við að reyna að keyra í hliðina á ruslabílnum.

Svo eru nú sumir að flíta sér svo mikið að þó að ruslabíllinn sé stopp í 10 sekúndur og ruslakall að vinna við að hengja tunnu aftan á bílinn til að hífa og losa, þá er bara flautað ef ekki er hægt að fara fram úr vegna einhvers bílgarms sem lagt var öfugumegin við götuna.

Það er nokkuð fyndið að þegar ég er að bakka inn á blokkarplan og er alveg öðrumegin í akstursleiðinni og bíll er á leið út. Bílstjóri þess bíls fer oft í panik, stoppar og flautar af því að ruslabíllinn er að bakka inn á planið. Fólk frís bara við að sjá stóran bíl bakka á móti sér og fattar ekki að það eru tvær til þrjár bílbreiddir við hliðina á ruslabílnum þannig að vel er hægt að fara fram úr ruslabílnum.

Líka fólkið sem heldur að litli smábíllinn sé jafnbreiður og ruslabíllinn og vandar sig alveg ógurlega stundum að fara fram úr ruslabílnum, jafnvel þó að það hafi horft á einhvern á stórum amerískum pickup fara sömu leið.

Þetta eru nú bara mínar hugsanir að sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband