Annars er það helst að frétta...

Var að taka upp um helgina alveg ágæta hljómsveit sem spilar rokk og ról. Þetta voru bara DEMO en samt mjög skemmtilegt verkefni. Og útkoman er bara alveg þokkalegt DEMO.

Einnig skelltum við Anna okkur í áhugamannaleikhúsið í Mosó á laugardagskvöldið. Þar sáum við alveg stórskemmtilega sýningu sem heitir "Í beinni". Þetta er einskonar "Jay Leno" þáttur en samt ekki nákvæmlega þannig. Það er margt sem gerist á bakvið tjöldin á einni slíkri kvöldstund eins og hjá Leno.

Endilega skellið ykkur á þetta.

Svo í TTT á skaganum fyrir viku datt nokkrum hnátum í hug að klambra saman texta um starfið sem ég svo myndi gera lag við. Textinn varð til þarna á c.a. einum klukkutíma hjá þeim og lagið hjá mér svo skömmu seinna. Ég glamraði svo lagið inn á hljóðupptöku í gemsanum mínum og brenndi svo  í bæinn. Ekki var nú tíminn mikill til að ganga frá hlutunum fyrr en í gær og þá líka með trompi. Ég tók lagið upp og útsetti sem einskonar dans hip-hop með rokk gítar. Smellti mér síðan í 80´s 12" gírinn og útsetti lagið í 3 mismunandi löngum útsetningum og brenndi svo... ehem... já, á disk.

Svo þegar ég mætti á Akranesið í kvöld, spenntur að leyfa textahöfundum að heyra afraksturinn, þá bara lágu þær allar í flensu og komust ekki á fundinn. En þau sem komu á fundinn og hlýddu á lagið voru stórhrifin og ákváðu að reyna að setja saman dans við lagið góða.

Útkomuna af því fáum við Halldór svo að sjá næst.

Svo eru mæðgurnar mínar komnar á lyf. Báðar með einhvern kvefskít. Anna reyndar með Streptukokka... Nú erum við í góðum málum, komin með kokka á heimilið og ekkert þjónustugjald. Bara fíritt að ét.... nei... ekki þannig kokkar. Nú jæja. Við lifum nú samt alveg á okkar eldamennsku hér svo sem, þó við séum ekki lærðir kokkar. Anna mín er reyndar alveg fínn kokkur og við Rebekka erum nokkuð sátt við matinn hennar. Og ekki hefur mér tekist að drepa neinn þegar ég er að reyna myndast við að setja saman einhverja máltíð.

Svo er dagmamman okkar búin að vera veik í c.a. viku og enn með 39° hita. Já ég var heima eftir klukkan tíu í dag og verð sennilega heima allan daginn á morgun með litla stýrið okkar. Þannig að ég var ekkert að öfunda félaga mína í ruslinu í dag þegar stormurinn skall á með svona líka yndælisskúrum.

Jæja, ætli þetta heiti ekki mánaðarskammtur af bloggi hjá mér, allavega miðað við hversu vel hefur gengið að blogga undanfarið. Reyni samt að bæta mig og blogga oftar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk fyrir hjartað þegar ég las að þú værir að brenna diska. Reyndar sjokkerandi líka að sjá að þú hafir brennt í bæinn. En allt var þetta meinlaust svo ég er bara hress.

Ingvar gítarhetja (IP-tala skráð) 11.3.2006 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband