Ef þú mystir af kompási...

Já ég er orðinn frægur... nei eða þannig...Kompás síðasta sunnudag var fullur af myndum og viðtölum við mig og mína félaga í ruslinu. Við áttum langan tíma í þættinum.

Við reyndar högum orðið varir við viðbrögð út af þættinum á vissum stöðum sem eru svona fastir liðir í rútínu dagsins, s.s. ein sjoppan sem við förum stundum í. Afgreiðslufólkið er farið að kannast við okkur. ,,Nei, eru þetta ekki sjónvarpskallarnir mínir" sagði einn í morgun þegar við mættum í sjoppuna. Einnig ein kona sem er nýbyrjuða að vinna á stórhöfðanum, þar sem kaffistofan okkar er og hefur aldrei séð ástæðu til að spjalla við okkur, kom og gaf sig á tal við okkur eftir þáttinn.

Gaman að þessu.

Fyrir ykkur sem misstuð af þessu, þá er hægt að smella hér fyrir ofan á VefTV og velja ,,NFS" til vinstri og svo ,,Kompás 19 mars" og svo loks linkinn ,,í rusli"

Annars er ég á kafi í bóknámi þessa dagana út af meiraprófsnáminu og hef takmarkaðann tíma til að blogga. Einnig er ég að reyna að sinna kúnna og kúnnum í stúdíóinu og fleira. Margt að gera á stóru heimili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Halló tralló Gústi frægi. Ég sá bara síðustu mínúturnar af þættinum en náði að sjá aðeins viðtal við þig. Bara flottur

Sara (IP-tala skráð) 22.3.2006 kl. 10:45

2 identicon

Ekki sá ég þig í ruslinu - sástu mig í Hemma? Ég var ekki littl flottur.

Ingvar Arinbjörn (IP-tala skráð) 23.3.2006 kl. 14:42

3 identicon

Nei Ingvar, þú ert ekki littl

Frændi (IP-tala skráð) 23.3.2006 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fjórum og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband