6.2.2006 | 15:45
Bíllinn betri eða...
Ég var svakalega duglegur í morgunn og skipti út framljósunum á bílnum, þar sem þau gömlu voru úr sér gengin.. ja, reyndar ekki vegna ofnotkunnar, heldur vegna smá klaufaskaps í frúnni... uhumm... ég sagði þetta ekki Jæjajá... En hvað um það. Við semsagt fengum ný framljós á bílinn á alveg hlægilegu verði miðað við það sem gengur og geris í umboðinu. Núna sem sagt skartar bíllinn nýjum ljósum að framan og ekki nóg með það, heldur hef ég ákveðið að brjóta aðeins upp stílinn. Venjulegir bílar lýsa báðum framljósunm nokkurnveginn í sömu átt. Mér finnst það bara svo gamaldags. Mér finnst bíllinn svakalega KÚL núna. Annað ljósir lýsir upp í loft og hitt niður í götuna
. Þegar ég fer í skoðun með bílinn, ætla ég bara að segja að svona vilji ég hafa hann... eða... Æi greyið er eitthvað boginn og skakkur eftir tvær aftanákeyrslur, þannig að grindin að framan er eitthvað skökk greyið. Ég vona bara að hann sé ekki of skakkur, þannig að hægt verði að stilla ljósin svo þau falli inn í fjöldann, þ.e. lýsi bæði í sömu átt. Ég gerði mitt besta til að toga þetta eitthvað til, en það virðist þurfa meira til en mína krafta, plús að ég á náttúrulega ekkert að vera að gera eitthvað við bílinn þessa dagana með öxlina bólgna. Eða læknirinn sgði mér allavega að hvíla mig. Þetta flokkast kannski ekki sen hvíld, eða...? Mér fannst bara alveg upplag að nota tímann en finnst svona aðeins að ég hefði kannski ekki átt að gera þetta. Öxlin et eitthvað að hvarta. En svona er þetta. Maður fer í búð til að kaupa varahlut í bílinn og þar segir afgreiðslumaðurinn, þegar maður spyr hvernig eigi að bera sig að við viðgerðina, að þetta sé ekkert mál. Gerðu bara svona og svona og málið er leyst. Ég gerði bara svona og svona í morgun og viti menn, málið leystist ekki alveg strax. Það þurfti dáldið mikið meira en svona og svona. Þannig að ég hélt að þetta yrði ekkert mál og ætlaði bara að láta reyna á hendina sem hangir ekki veiku öxlinni. En ég þurfti að nota báðar hendur og nokkuð vel.
En allavegaq bíllinn skartar nýjum ljósum og ég sáttur í bili, þangað til ég kemst með hann í ljósastillingu. Þá kemur í ljós hvort að það þurfi setja hann í aðgerð.
Nú meira segja eru nýju ljósin svo hrein að það má spegla sig í þeim. Það sama verður nú ekki sagt um restina af bílnum. Ég mæli með því að menn þvoi frekar bílnn sinn heldur en að skipta út hlutum á honum til að fá þá hreina.
Breytt 12.4.2006 kl. 21:55 | Facebook
Athugasemdir
Wikipedia er æði - kíktu á þessa grein um trommara Iron Maiden. Sérstaklega síðustu línurnar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nicko_mcbrain
Ingvar gítarhetja (IP-tala skráð) 11.2.2006 kl. 16:27
Ekki efa ég orð þín Ingvar, en hérna hvað hefur það með rángeygð frammljós að gera?
Snorri Finnski (IP-tala skráð) 25.2.2006 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning