Er að verða sjónvarpsstjarna...

Já, ég og mínir félagar í sorpinhreinsuninni erum að verða frægir. Í gær (fimmtudag) fylgdu okkur eins og skugginn tveir ágætir menn frá NFS fréttastöðinni. Þeir mynduðu okkur í bak og fyrir og tóku við okkur viðtöl um hitt og þetta.

Þannig að þeir sem hafa áhuga á þessu geta kíkt á Kompás næsta sunnudagskvöld strax á eftir fréttum á Stöð 2 og NFS. Svo verðum við með fréttamannafund og veitum eiginhandaráritanir á Hótel..... nei annars....0

Svo er minn að byrja í kvöld á meiraprófsnámskeiði og mun það halda mér upptekknum þessa helgi og næst þrjár þar á eftir. Hver veit, kannski verð ég farinn að keyra sorpbifreið í framtíðinni. Kemur í ljós síðar. 0


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ
Var að horfa á þáttinn! Skemmtilegur þáttur ;) Vantaði bara mig í flokkinn :D Smá grín ;)
Bið rosa vel að heilsa flokknum, vona að þú sjáir þetta og skilir því!!
Var þetta tónlist af disknum þínum sem var spiluð undir??
kv. Íris

Íris E (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 14:42

2 identicon

Já síðasta lagið meðan losunin fór fram...
Skila kveðjunni.

Gústi Bé (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband