21.4.2008 | 23:05
Ég ítreka...
Laga srætókerfið og gera það aðgengilegra og skilvirkara, þá getur fólk farið að hugsa um að selja bílana sína og nota almenningssamgöngurnar. Þá neyðast olíufélögin til að lækka eldsneytisverðið vegna minnkanndi sölu.
Svp ættum við að íhuga að ferðast meira um á reiðhjólum...
Var að koma frá köben, sem reyndar er frekar flöt og menn myndu vinna til verðlauna ef þeir fyndu brekku þar, þar er mikil reiðhjólamenning og flestir sem ferðast þannig eru nettir í laginu...
![]() |
Bensínverð væri 180 krónur ef bensíngjaldi hefði ekki verið breytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég bý í Horsens á Jótlandi, þar eru ekkert minni brekkur en í Rvík. Hér hjólar fólk í vinnu og skóla, þó að það rigni eitthvað. Heima á Íslandi er bara hjólað þegar það er rjómablíða.
Mæli með að leggja töluverða peninga í almenningssamgöngur, og þá helst lestarkerfi, og vetnisdrifna strætó.
Mögulega gæti landinn líka verið fleiri en einn í bíl á leið í vinnu. Það væri tildæmis hægt að spjalla um hátt bensínverð á leiðinni :)
Kristinn Þór Sigurjónsson, 22.4.2008 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.